Viðskipti innlent

Kortavelta eykst um sjö prósent

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Notkun Íslendinga á kreditkortum í útlöndum eykst meðan debetnotkun hrapar.
Notkun Íslendinga á kreditkortum í útlöndum eykst meðan debetnotkun hrapar. Nordicphotos/getty
Heildarvelta debet- og kreditkorta í september jókst um 7,0 og 6,9 prósent milli ára.

Í nýbirtum tölum Seðlabankans kemur fram að heildarvelta debetkorta hafi numið 33,2 milljörðum króna. Samdráttur frá í ágúst er 11,1 prósent.

„Heildarvelta kreditkorta í september 2013 nam 35,1 milljarði króna sem er aukning um 4,3 prósent á milli mánaða,“ segir í umfjöllun bankans.

Velta íslenskra debetkorta í útlöndum nam nærri 1,1 milljarði sem er 43,8 prósenta samdráttur frá í ágúst og 16,8 prósenta samdráttur frá fyrra ári.

Velta kreditkorta í útlöndum var aftur á móti 5,8 milljarðar, jókst um 7,5 prósent frá fyrra mánuði og um 9,8 prósent milli ára.

Þá kemur fram að heildarvelta erlendra greiðslukorta hér á landi í september hafi numið 8,2 milljörðum, sem sé 44 prósenta samdráttur milli mánaða. „Samanborið við sama tímabil í fyrra er 21,7 prósenta aukning.“

Þótt tölurnar spegli fækkun ferðamanna á milli mánaða, voru þeir samt fleiri nú í september en fyrir ári.


Tengdar fréttir

Ávísun á kollsteypustjórnmál

Formaður Vinstri grænna segir afturköllun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga hleypa vinnu síðasta umhverfisráðherra í uppnám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×