Óvissa dregur úr bílakaupum Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2013 07:00 Bílafloti landsmanna hefur elst síðustu ár á meðan fólk og fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í bílakaupum. Fréttablaðið/Stefán Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“ Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“
Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent