Óvissa dregur úr bílakaupum Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2013 07:00 Bílafloti landsmanna hefur elst síðustu ár á meðan fólk og fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í bílakaupum. Fréttablaðið/Stefán Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira