Viðskipti innlent

Móta stefnu til vinnuverndar til ársins 2020

Samúel Karl Ólason skrifar
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel þann 24. október.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel þann 24. október. Mynd/GVA
Ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík þann 24. október næstkomandi.

Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.

Eygló Harðardóttir ávarpar ráðstefnuna og eftir það verða haldin inngangserindi um samstarf atvinnulífs og vinnueftirlits, skipulag vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, áhættumat á vinnustað, atvinnusjúkdóma og álag og vinnuslys - núll-slysastefnu.

Í framhaldi af erindum mun fara fram umræða á vinnuborðum um stefnumótun í vinnuvernd til 2020.

Í fréttatilkynningu segir að ráðstefnan sé opin öllum og þátttaka ókeypis en mikilvægt sé að fulltrúar sem flestra taki virkan þátt. "Óskað er eftir víðtækri þátttöku aðila vinnumarkaðarins, þjónustuaðila í vinnuvernd, stofnanna og fyrirtækja til þess að tryggja að öll sjónarmið komi fram sem skipta máli við þessa stefnumótun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×