„Ekki láta Símann fífla þig“ var brot á lögum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 09:58 Hringdu má ekki birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. mynd/skjáskot af vef hringdu Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum og er birt á vef Neytendastofu. Í auglýsingunni sem kvartað var undan var auglýst internetþjónusta Hringdu um ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Telur Neytendastofa auglýsinguna hafa verið villandi gagnvart neytendum þar sem ekki hafi komi fram að til viðbótar við mánaðargjald til Hringdu þurfi að borga mánaðarlegt aðgangsgjald til Gagnaveitunnar. Að sama skapi teljist það villandi viðskiptahættir að fullyrða að uppsetning á netbúnaðinum sé „frí“ þegar hún er háð fimm mánaða bindisamningi og að halda því fram að tengingin sé stöðugri og öruggari án þess að geta sannað það með fullnægjandi hætti. Þá hafi Hringdu brotið gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu með því að birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. Að lokum taldi Neytendastofa það ósanngjarnt gagnvart Símanum, kasta rýrð á Símann og þannig brjóta gegn lögunum að segja í auglýsingunni: „Ekki láta Símann fífla þig og fáðu Ljósleiðarann alla leið inn í stofu“. Hringdu var bannað að birta auglýsinguna að viðlögðum sektum.Ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti Blaðagreinin sem kvörtun Símans snýr að birtist í Morgunblaðinu undir nafni framkvæmdastjóra Hringdu og var sérstaklega tekið fram í lok greinarinnar við hvað hann starfar. Neytendastofa féllst ekki á rök Hringdu um að greinin hafi verið sett fram persónulega og ekki fyrir hönd félagsins. Af samhengi greinarinnar taldi Neytendastofa hana skrifaða vegna tengsla greinarskrifanda við Hringdu og að henni væri ætlað að hafa áhrif á samkeppni milli Hringdu og annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði. Lög um viðskiptahætti og markaðssetningu taka til auglýsinga, kynninga og allrar annarra svipaðra viðskiptahátta og því geta greinarskrif sem þessi fallið undir lögin. Í greininni er fjallað um Internetmarkaðinn á Íslandi og því haldið fram að hann einkennist af samkeppnisbrotum og okri stóru fjarskiptafyrirtækjanna og því líkt við „frægt samráð olíufélaganna“. Þá er í blaðagreininni gerðar athugasemdir við Ljósnet Símans og fjallað um ágæti þeirrar þjónustu sem Hringdu býður. Neytendastofa taldi þessi ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti og brjóta gegn lögunum. Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum og er birt á vef Neytendastofu. Í auglýsingunni sem kvartað var undan var auglýst internetþjónusta Hringdu um ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Telur Neytendastofa auglýsinguna hafa verið villandi gagnvart neytendum þar sem ekki hafi komi fram að til viðbótar við mánaðargjald til Hringdu þurfi að borga mánaðarlegt aðgangsgjald til Gagnaveitunnar. Að sama skapi teljist það villandi viðskiptahættir að fullyrða að uppsetning á netbúnaðinum sé „frí“ þegar hún er háð fimm mánaða bindisamningi og að halda því fram að tengingin sé stöðugri og öruggari án þess að geta sannað það með fullnægjandi hætti. Þá hafi Hringdu brotið gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu með því að birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. Að lokum taldi Neytendastofa það ósanngjarnt gagnvart Símanum, kasta rýrð á Símann og þannig brjóta gegn lögunum að segja í auglýsingunni: „Ekki láta Símann fífla þig og fáðu Ljósleiðarann alla leið inn í stofu“. Hringdu var bannað að birta auglýsinguna að viðlögðum sektum.Ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti Blaðagreinin sem kvörtun Símans snýr að birtist í Morgunblaðinu undir nafni framkvæmdastjóra Hringdu og var sérstaklega tekið fram í lok greinarinnar við hvað hann starfar. Neytendastofa féllst ekki á rök Hringdu um að greinin hafi verið sett fram persónulega og ekki fyrir hönd félagsins. Af samhengi greinarinnar taldi Neytendastofa hana skrifaða vegna tengsla greinarskrifanda við Hringdu og að henni væri ætlað að hafa áhrif á samkeppni milli Hringdu og annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði. Lög um viðskiptahætti og markaðssetningu taka til auglýsinga, kynninga og allrar annarra svipaðra viðskiptahátta og því geta greinarskrif sem þessi fallið undir lögin. Í greininni er fjallað um Internetmarkaðinn á Íslandi og því haldið fram að hann einkennist af samkeppnisbrotum og okri stóru fjarskiptafyrirtækjanna og því líkt við „frægt samráð olíufélaganna“. Þá er í blaðagreininni gerðar athugasemdir við Ljósnet Símans og fjallað um ágæti þeirrar þjónustu sem Hringdu býður. Neytendastofa taldi þessi ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti og brjóta gegn lögunum. Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira