Kaffitár í samstarf við Söguhring kvenna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 22:54 Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. "Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ mynd/Flor Silva Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent