Atvinnuástandið enn verst á Suðurnesjum Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2013 07:00 Úr gögnum Vinnumálastofnunar má lesa að 1.187 hafi í síðasta mánuði verið í námi, á námskeiðum, grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum. Fréttablaðið/Arnþór Skráð atvinnuleysi dróst saman um 0,2 prósentustig milli ágúst og september samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 4,0 prósent í ágúst, en mældist 3,8 prósent í september. Líkur eru á að atvinnuleysi aukist aftur í þessum mánuði. Fram kemur að atvinnuleysi hafi verið 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 2,8 prósent. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,4 prósent. Minnst var atvinnuleysið Norðurlandi vestra, 0,8 prósent.“ „Í september fækkaði körlum um 171 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum um 423 og var atvinnuleysið 3,2 prósent meðal karla og 4,4 prósent meðal kvenna,“ segir í umfjöllun Vinnumálastofnunar. „Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 493 á höfuðborgarsvæðinu en um 101 að meðaltali á landsbyggðinni.“ Alls voru 6.480 manns skráðir atvinnulausir í lok september, en þeir sem voru atvinnulausir að fullu eru sagðir hafa verið vegar 5.779. „Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.491, fækkar um 403 frá ágúst og eru um 54 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í september.? Fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en eitt ár samfellt var 1.940 talsins í septemberlok, en 2.072 í ágústlok. Í þeim hópi hafði því fækkað um 132 milli mánaða. Fjórtan prósent allra atvinnulausra voru á aldrinum 16 til 24 ára. Heldur hefur þó fækkað í þessum hópi. Núna voru í honum 913 en voru 1.089 í september í fyrra. Þá voru í lok síðasta mánaðar 1.211 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 643 Pólverjar, eða 53 prósent útlendinga á skrá. Vinnumálastofnun segir atvinnuleysi yfirleitt aukast á milli september og október. „Í fyrra jókst atvinnuleysið úr 4,9 prósentum í september í 5,2 prósent í október,“ segir í samantekt stofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir því að þróunin í ár verði ekki ólík þróuninni í fyrra. Gert er ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í október aukist og verði á bilinu 3,9 til 4,2 prósent. Skráð atvinnuleysi er mælt þannig að fjöldi atvinnuleysisdaga er umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga, þar sem allir dagar í hverjum mánuði eru taldir nema laugardagar og sunnudagar og útkomunni deilt í áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í hverjum mánuði. Fram kemur að alls hafi verið 313 laus störf í almennri vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í lok september, flest ósérhæfð eða 135 og 82 þjónustu-, sölu og afgreiðslustörf. „Auk lausra starfa hjá Vinnumálastofnun voru 57 störf laus á Starfatorgi í lok september, sem ekki er sérstaklega miðlað af Vinnumálastofnun, flest sérfræðistörf eða 38.“ Af atvinnuleitendum voru 1.187 í námi, á námskeiðum, í grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum í september, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Skráð atvinnuleysi dróst saman um 0,2 prósentustig milli ágúst og september samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 4,0 prósent í ágúst, en mældist 3,8 prósent í september. Líkur eru á að atvinnuleysi aukist aftur í þessum mánuði. Fram kemur að atvinnuleysi hafi verið 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 2,8 prósent. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,4 prósent. Minnst var atvinnuleysið Norðurlandi vestra, 0,8 prósent.“ „Í september fækkaði körlum um 171 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum um 423 og var atvinnuleysið 3,2 prósent meðal karla og 4,4 prósent meðal kvenna,“ segir í umfjöllun Vinnumálastofnunar. „Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 493 á höfuðborgarsvæðinu en um 101 að meðaltali á landsbyggðinni.“ Alls voru 6.480 manns skráðir atvinnulausir í lok september, en þeir sem voru atvinnulausir að fullu eru sagðir hafa verið vegar 5.779. „Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.491, fækkar um 403 frá ágúst og eru um 54 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í september.? Fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en eitt ár samfellt var 1.940 talsins í septemberlok, en 2.072 í ágústlok. Í þeim hópi hafði því fækkað um 132 milli mánaða. Fjórtan prósent allra atvinnulausra voru á aldrinum 16 til 24 ára. Heldur hefur þó fækkað í þessum hópi. Núna voru í honum 913 en voru 1.089 í september í fyrra. Þá voru í lok síðasta mánaðar 1.211 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 643 Pólverjar, eða 53 prósent útlendinga á skrá. Vinnumálastofnun segir atvinnuleysi yfirleitt aukast á milli september og október. „Í fyrra jókst atvinnuleysið úr 4,9 prósentum í september í 5,2 prósent í október,“ segir í samantekt stofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir því að þróunin í ár verði ekki ólík þróuninni í fyrra. Gert er ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í október aukist og verði á bilinu 3,9 til 4,2 prósent. Skráð atvinnuleysi er mælt þannig að fjöldi atvinnuleysisdaga er umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga, þar sem allir dagar í hverjum mánuði eru taldir nema laugardagar og sunnudagar og útkomunni deilt í áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í hverjum mánuði. Fram kemur að alls hafi verið 313 laus störf í almennri vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í lok september, flest ósérhæfð eða 135 og 82 þjónustu-, sölu og afgreiðslustörf. „Auk lausra starfa hjá Vinnumálastofnun voru 57 störf laus á Starfatorgi í lok september, sem ekki er sérstaklega miðlað af Vinnumálastofnun, flest sérfræðistörf eða 38.“ Af atvinnuleitendum voru 1.187 í námi, á námskeiðum, í grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum í september, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira