Atvinnuástandið enn verst á Suðurnesjum Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2013 07:00 Úr gögnum Vinnumálastofnunar má lesa að 1.187 hafi í síðasta mánuði verið í námi, á námskeiðum, grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum. Fréttablaðið/Arnþór Skráð atvinnuleysi dróst saman um 0,2 prósentustig milli ágúst og september samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 4,0 prósent í ágúst, en mældist 3,8 prósent í september. Líkur eru á að atvinnuleysi aukist aftur í þessum mánuði. Fram kemur að atvinnuleysi hafi verið 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 2,8 prósent. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,4 prósent. Minnst var atvinnuleysið Norðurlandi vestra, 0,8 prósent.“ „Í september fækkaði körlum um 171 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum um 423 og var atvinnuleysið 3,2 prósent meðal karla og 4,4 prósent meðal kvenna,“ segir í umfjöllun Vinnumálastofnunar. „Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 493 á höfuðborgarsvæðinu en um 101 að meðaltali á landsbyggðinni.“ Alls voru 6.480 manns skráðir atvinnulausir í lok september, en þeir sem voru atvinnulausir að fullu eru sagðir hafa verið vegar 5.779. „Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.491, fækkar um 403 frá ágúst og eru um 54 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í september.? Fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en eitt ár samfellt var 1.940 talsins í septemberlok, en 2.072 í ágústlok. Í þeim hópi hafði því fækkað um 132 milli mánaða. Fjórtan prósent allra atvinnulausra voru á aldrinum 16 til 24 ára. Heldur hefur þó fækkað í þessum hópi. Núna voru í honum 913 en voru 1.089 í september í fyrra. Þá voru í lok síðasta mánaðar 1.211 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 643 Pólverjar, eða 53 prósent útlendinga á skrá. Vinnumálastofnun segir atvinnuleysi yfirleitt aukast á milli september og október. „Í fyrra jókst atvinnuleysið úr 4,9 prósentum í september í 5,2 prósent í október,“ segir í samantekt stofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir því að þróunin í ár verði ekki ólík þróuninni í fyrra. Gert er ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í október aukist og verði á bilinu 3,9 til 4,2 prósent. Skráð atvinnuleysi er mælt þannig að fjöldi atvinnuleysisdaga er umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga, þar sem allir dagar í hverjum mánuði eru taldir nema laugardagar og sunnudagar og útkomunni deilt í áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í hverjum mánuði. Fram kemur að alls hafi verið 313 laus störf í almennri vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í lok september, flest ósérhæfð eða 135 og 82 þjónustu-, sölu og afgreiðslustörf. „Auk lausra starfa hjá Vinnumálastofnun voru 57 störf laus á Starfatorgi í lok september, sem ekki er sérstaklega miðlað af Vinnumálastofnun, flest sérfræðistörf eða 38.“ Af atvinnuleitendum voru 1.187 í námi, á námskeiðum, í grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum í september, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Skráð atvinnuleysi dróst saman um 0,2 prósentustig milli ágúst og september samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 4,0 prósent í ágúst, en mældist 3,8 prósent í september. Líkur eru á að atvinnuleysi aukist aftur í þessum mánuði. Fram kemur að atvinnuleysi hafi verið 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 2,8 prósent. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,4 prósent. Minnst var atvinnuleysið Norðurlandi vestra, 0,8 prósent.“ „Í september fækkaði körlum um 171 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum um 423 og var atvinnuleysið 3,2 prósent meðal karla og 4,4 prósent meðal kvenna,“ segir í umfjöllun Vinnumálastofnunar. „Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 493 á höfuðborgarsvæðinu en um 101 að meðaltali á landsbyggðinni.“ Alls voru 6.480 manns skráðir atvinnulausir í lok september, en þeir sem voru atvinnulausir að fullu eru sagðir hafa verið vegar 5.779. „Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.491, fækkar um 403 frá ágúst og eru um 54 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í september.? Fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en eitt ár samfellt var 1.940 talsins í septemberlok, en 2.072 í ágústlok. Í þeim hópi hafði því fækkað um 132 milli mánaða. Fjórtan prósent allra atvinnulausra voru á aldrinum 16 til 24 ára. Heldur hefur þó fækkað í þessum hópi. Núna voru í honum 913 en voru 1.089 í september í fyrra. Þá voru í lok síðasta mánaðar 1.211 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 643 Pólverjar, eða 53 prósent útlendinga á skrá. Vinnumálastofnun segir atvinnuleysi yfirleitt aukast á milli september og október. „Í fyrra jókst atvinnuleysið úr 4,9 prósentum í september í 5,2 prósent í október,“ segir í samantekt stofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir því að þróunin í ár verði ekki ólík þróuninni í fyrra. Gert er ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í október aukist og verði á bilinu 3,9 til 4,2 prósent. Skráð atvinnuleysi er mælt þannig að fjöldi atvinnuleysisdaga er umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga, þar sem allir dagar í hverjum mánuði eru taldir nema laugardagar og sunnudagar og útkomunni deilt í áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í hverjum mánuði. Fram kemur að alls hafi verið 313 laus störf í almennri vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í lok september, flest ósérhæfð eða 135 og 82 þjónustu-, sölu og afgreiðslustörf. „Auk lausra starfa hjá Vinnumálastofnun voru 57 störf laus á Starfatorgi í lok september, sem ekki er sérstaklega miðlað af Vinnumálastofnun, flest sérfræðistörf eða 38.“ Af atvinnuleitendum voru 1.187 í námi, á námskeiðum, í grunnúrræðum eða í atvinnutengdum úrræðum í september, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira