Viðskipti innlent

Fólk fylgist illa með síma- og netnotkun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í símanum
Í símanum
Áhyggjuefni er hversu litla yfirsýn neytendur virðast hafa yfir eigin síma- og netnotkun. Þetta kemur fram í umfjöllun Neytendasamtakanna, en þeim berst töluvert af fyrirspurnum og kvörtunum frá neytendum sem telja að fjarskiptafyrirtæki ekki tilkynna með réttum hætti um gjaldskrárbreytingar.

„Þannig er nokkuð um að hækkanir fjarskiptafyrirtækjanna komi neytendum í opna skjöldu,“ segir á vef samtakanna.

Könnun þeirra leiðir hins vegar í ljós að löglega sé staðið að slíkum tilkynningum hjá fjarskiptafyrirtækjunum með mánaðarfyrirvara í samræmi við fjarskiptalög.

„Neytendasamtökin hvetja neytendur til að skoða símareikninga sína reglulega og fylgjast með verðhækkunum,“ segir á vefnum og um leið bent á reiknivél Póst- og fjarskiptastofnunar með samanburði á símakostnaði milli fyrirtækja (reiknivél.is).

„Einnig er hægt að skoða gjaldskrár allra fyrirtækja 12 mánuði aftur í tímann á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunnar, pfs.is/neytendur.“

Svona eru gjaldskrárbreytingar kynntarHRINGDU — tilkynning send með tölvupósti og birt á heimasíðu.



NOVA
— tilkynning send með tölvupósti og birt á heimasíðu.



SÍMINN
— tilkynning birt á símareikningi og á heimasíðu.



TAL
— tilkynning birt á símareikningi og á heimasíðu. (Fólk getur líka skráð sig á póstlista og fengið tilkynningar í tölvupósti.)



VODAFONE
— tilkynning birt á símareikningi, í heimabanka og á heimasíðu.

Heimild: Neytendasamtökin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×