Viðskipti innlent

Yggdrasill í opið söluferli

Haraldur Guðmundsson skrifar
Úr verslun Yggdrasils.
Úr verslun Yggdrasils. Mynd/Heða Helgadóttir.
Framtakssjóðurinn Auður 1, sem er í eigu Auðar Capital ehf., hefur ákveðið að setja allt hlutafé Yggdrasils ehf. í opið söluferli.

Yggdrasill er heildsala sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á lífrænum og náttúrulegum heilsvörum. Félagið er meðal annars umboðssaðili fyrir NOW vítamín og hét áður BIO vörur.

Í auglýsingu sem birtist í dagblöðum í dag segir að söluferlið sé opið öllum áhugasömum fagfjárfestum sem geta sýnt fram á viðeigandi þekkingu og eiginfjárstöðu umfram 300 milljónir króna," eins og segir í auglýsingunni.

Þar segir að tímafrestur til að skila inn tilboðum sé til kl 16.00 mánudaginn 11. nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×