Þurfti að selja vegna skatta Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2013 07:00 Friðrik segir að sér hafi verið refsað fyrir að nota arð af fyrirtæki sínu til að byggja það upp. Fréttablaðið/Pjetur „Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira