Þurfti að selja vegna skatta Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2013 07:00 Friðrik segir að sér hafi verið refsað fyrir að nota arð af fyrirtæki sínu til að byggja það upp. Fréttablaðið/Pjetur „Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“ Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
„Hér á landi er fólki refsað fyrir að reka fyrirtæki sín skynsamlega og á heiðarlegan hátt,“ segir Friðrik Skúlason, fyrrverandi eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik neyddist að eigin sögn til að selja fyrirtækið á síðasta ári vegna auðlegðarskatts stjórnvalda. Á þeim tíma var fyrirtækið að hans sögn skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Þar sem Friðrik og eiginkona hans, Björg M. Ólafsdóttir, áttu nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu voru þau skilgreind sem eigendur stórrar eignar og rukkuð um auðlegðarskatt út frá eigin fé fyrirtækisins. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Fyrirtækið er í dag í eigu erlendra aðila og heitir nú Commtouch Iceland ehf. Eftir söluna voru nokkrar deildir innan þess lagðar niður eða fluttar úr landi og við það misstu um 20 manns vinnuna. Allur framtíðarhagnaður af sölu á vörum fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að þróa forrit til að finna tölvuveirur og annan óæskilegan hugbúnað, verður nú eftir í útlöndum og skilar ekki lengur gjaldeyri inn í landið. Á þeim árum sem fyrirtækið starfaði að öllu leyti á Íslandi skilaði það að sögn Friðriks nokkrum milljörðum króna í erlendum gjaldeyri til landsins. „Áður en ég tók ákvörðum um að selja fyrirtækið hafði ég nokkra valkosti í stöðunni. Ég gat skuldsett fyrirtækið til að borga mér hærri laun svo ég gæti borgað auðlegðarskattinn. Ég gat einnig hætt að láta arðinn fara inn í fyrirtækið og farið að reka fólk og skera niður til að geta borgað sjálfum mér arð til að eiga fyrir skattinum. Á endanum var einfaldast að selja fyrirtækið,“ segir Friðrik. Gjaldeyrishöftin eru oft nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að íslensk tæknifyrirtæki geti ekki nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa og dafna. Friðrik segir að höftin hafi ekki spilað inn í ákvörðun hans. „Við vorum ekki að leitast eftir fjármagni heldur rákum fyrirtækið á eigin fé. Við rákum það eins og litla gula hænan gerði hlutina, ein og óstudd. En litla gula hænan virðist ekki vera vel liðin á Íslandi og því var það eina sem ég gat gert að fara leið hennar og segja, ég tek þá bara brauðið mitt og borða það sjálfur,“ segir Friðrik. Hann nefnir ýmsar aðrar ástæður þess að hann er ekki bjartsýnn á þróun tæknigeirans hér á landi. Friðrik nefnir sem dæmi að íslenska menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda. „Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987, þegar ég lagði grunninn að stofnun fyrirtækisins, er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkuð vit í að vera hérna.“
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent