Fleiri fréttir

Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB

Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur.

Horfur á hækkandi makrílverði í sumar

Nú í upphafi makrílvertíðar eru horfur nokkuð góðar á helstu mörkuðum fyrir makrílinn. Birgðir eru litlar og eftirspurn er fyrir hendi og líkur á að verð verði hærra en á síðustu vertíð. Þá hafði það reyndar lækkað töluvert frá árinu áður, þegar það var í hámarki. Búast má við að heildarframboð af makríl í ár verði svipað og í fyrra.

SFÚ óskar eftir fundi með Sigurði Inga

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árnaðaróskir um farsæld í nýju starfi og beðið um fund með ráðherranum til að ræða málefni samtakanna. Samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi hallar mjög á sjálfstæða framleiðendur og stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að lagfæra samkeppnisskilyrði þrátt fyrir eindregin tilmæli m.a. frá Samkeppniseftirlitinu.

Atvinnuleysi á Spáni minnkaði í maí

Atvinnuleysi á Spáni minnkaði um rétt tæp 2% í maí og fór niður í 25%. Hér er hinsvegar að mestu leyti um tímabundnar ráðningar í ferðaþjónustugeira landsins að ræða fyrir sumarvertíðina.

Heimsmarkaðsverð á áli réttir úr kútnum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt aðeins úr kútnum á síðustu dögum. Verðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í 1919 dollurum á tonnið.

Krumpaði kötturinn fær eigin Hollywood mynd

Ákveðið hefur verið að gera Hollywood mynd um Krumpaða köttinn eða Grumpy Cat en þessi köttur hefur verið eitt allra vinsælasta gæludýrið á netsíðum eins og Facebook og YouTube undanfarið ár.

Uppsetningu Metanstöðvar á Akureyri seinkar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Greenlane í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin.

Oxymap selur súrefnismæli til Sviss

Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap er búið er að selja súrefnismæli sinn í fjórum heimsálfum en í júní verður fimmtánda tækið afgreitt til Sviss.

Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu

Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna.

Kröfuhafar Landsbankans gætu setið fastir í gjaldeyrishöftunum

Takist ekki að semja um lengingu á 290 milljarða kr. erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans, sem eiga að greiðast upp 2014-2018, er sennilegt að kröfuhafar bankans muni sitja fastir með reiðufé sitt innan hafta á Íslandi um "ófyrirsjáanlega“ framtíð.

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 134. Þetta er töluvert fleiri samningar en nemur meðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 105 samningar á viku.

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% og þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis.

Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða

Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum.

Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál

Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu.

Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV

Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins.

Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag.

Hrun í kauphöll Tyrklands vegna mótmælanna

Mótmælin í Istanbúl höfuðborg Tyrklands undanfarna daga hafa valdið hruni í kauphöll landsins í dag. Vísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 8% í og um 15% frá því 22. maí þegar hún náði sögulegu hámarki.

IATA spáir 67% aukningu á hagnaði flugfélaga í ár

Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári.

Góður gangur hjá McDonalds í Danmörku

Hagnaður McDonalds hamborgakeðjunnar í Danmörku í fyrra var 85 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarðar kr., eftir skatta. Afkoma keðjunnar batnaði um rúmlega 6% frá fyrra ári.

Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum

Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni.

Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi

Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju.

Söngvari Iron Maiden stofnar eigið flugfélag

Bruce Dickinson söngvari hljómsveitarinnar Iron Maiden er að stofna sitt eigið flugfélag. Dickinson er þekktur flugmaður og hann starfaði m.a. sem flugmaður hjá Iceland Express.

Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC

Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum.

Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra

Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga.

Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara

Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins.

Milljarðar Gaddafis finnast í Suður Afríku

Í ljós er komið að Muammar Gaddafi fyrrum leiðtogi Lýbíu faldi hluta af auðæfum sínum í Suður Afríku. Fundist hefur reiðufé, gull og demantar en verðmætið er talið yfir milljarður dollara eða yfir 123 milljarða kr.

Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi

Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum

Sjá næstu 50 fréttir