Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum 3. júní 2013 09:41 Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“ Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“
Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent