Fleiri fréttir

Magnaður uppgangur veðmálafyrirtækis

Sænska veðmálafyrirtækið Betsson, sem var á árunum 2005 til 2007 að stórum hluta í eigu Straums-Burðaráss, hefur margfaldast að stærð og í verði á fáum árum. Vinsældir veðmálavefsíðna hafa stóraukist og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.

Fögnuðu fyrsta fluginu til Denver

Beint áætlunarflug Icelandair til Denver í Colorado hófst í dag og var athöfn að því tilefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem flugfreyjukórinn tók meðal annars lagið fyrir gesti.

Máttu ekki rifta persónulegum ábyrgðum starfsmanna Kaupþings

Hæstiréttur hefur staðfest að Delia Kristín Howser beri að greiða slitastjórn Kaupþings 6,6 milljónir króna vegna lána sem hún tók frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa. Delía Kristín var starfsmaður Kaupþings. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag er þeirri ákvörðun Kaupþings frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð konunnar rift. Fjölmörg mál af þessu tagi hafa verið rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þetta er fyrsta málið sem dæmt er í fyrir Hæstarétti.

Heiðari létt vegna niðurstöðunnar - Seðlabankinn ósáttur

"Þetta er ákveðinn léttir en ég átti ekki von á annarri niðurstöðu,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um niðurstöðu sérstaks saksóknara og ríkissakóknara um að fella niður mál gegn honum. "Mér finnst þetta hryggilegt fyrir seðlabankann því það kemur í ljós að hans aðfinnslur að mínum málum eru algjörlega tilefnislausar,“ bætir Heiðar Már við.

Hlutabréf í Högum lækkuðu vegna frétta af Jóhannesi

Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag.

Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið

"Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi.

Facebook mun opna vefverslun

Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna.

Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða

Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Árs­reikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess.

Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars

"Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn.

Heilaskurðaðgerð á Twitter

Læknar við Memorial Hermann-sjúkrahúsið í Houston framkvæmdu heilaskurðaðgerð í beinni útsendingu á Twitter-síðunni í gær.

Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir

Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland.

Spænska ríkið eignast 45% í einum stærsta banka landsins

Spænska ríkið hefur eignast 45 prósenta hlut í Bankia, þriðja stærsta banka Spánar með því að breyta skuldum í hlutafé. Frob, sérstökur björgunarsjóður í spænsku atvinnulífi, sem er í eigu ríkisins, mun halda á hlutnum.

Hægri hönd Opruh á Íslandi

Jonathan Sinclair, aðstoðarforstjóri og framleiðandi hjá Harpo Studios, framleiðslufyrirtæki Opruh Winfrey er kominn til landsins til að fjalla um breytingar á fjölmiðlaumhverfinu og hvernig markaðsfólk þarf að takast á við breytta neytendahegðun.

Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki eignast í hlut í bankanum

Í samkomulagi milli nýja og gamla Landsbankans, sem undirritað var í desember 2009, er ráð fyrir því gert að starfsmenn Landsbankans geti eignast um tveggja prósenta hlut í bankanum með tímanum, ef vel gengur að endurheimta eignir upp í 92 milljarða skilyrt skuldabréf milli nýja og gamla bankans. Eigið fé Landsbankans var um síðustu áramót um 200 milljarðar, og var hlutur starfsmanna bankans síðustu áramót um 1,3 prósent, sem er um 2,6 milljarða virði. Tveggja prósenta hlutur í bankanum er því um fjögurra milljarða króna virði.

Fjárfest fyrir 211 milljónir evra í fjárfestingaleið Seðlabankans

Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar Seðlabanka Íslands nema 211 milljónum evra, eða sem nemur 34,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabanka Íslands en frétt um útboð seðlabankans, í sem eru hluti af áætlun um afnám gjaldeyrishaft, var birt í dag. Tekið er sérstaklega fram að nokkuð hafi verið um að "nýstofnuð hlutafélög“ hafi tekið þátt í svokallaðri fjárfestingaleið þegar kemur áætluninni um afnám hafta.

Telja að breytingar á virkjanaáætlun kosti 270 milljarða

Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 20123 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management.

Umboðsmaður skuldara og fjármálafyrirtækin sammála

Ekki er hægt að hefja endurútreikning íbúðalána sem falla undir dóm Hæstaréttar frá því í febrúar, vegna óvissu um reikningsaðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Umboðsmanni skuldara. Dómurinn féll í máli hjóna gegn skilanefnd Frjálsa fjárfestingabankans. Samkvæmt dómnum máttu bankarnir ekki reikna seðlabankavexti af gengistryggðum lánum afturvirkt heldur áttu samningsvextir að gilda.

Leigumarkaðurinn að skreppa saman

Í apríl síðastliðnum voru alls 501 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi sem er fækkun um 191 samning frá fyrri mánuði, eða sem nemur um 28%, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Bakkavararbræður kaupa fjórðung á þrjá milljarða

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir munu greiða 15 milljónir punda, um þrjá milljarða króna, fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lagt verður til á hluthafafundi, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, að hlutafé félagsins verði aukið sem þessu nemur og að bræðurnir fái að kaupa það allt.

Fasteignasjóður Íslands að fæðast

Fasteignasjóður Íslands slhf. mun fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði. Fjárfestingarframlög nema 12 til 15 milljörðum í fyrstu. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög verða stærstu eigendur en FÍ ásamt eignastýringu MP mun stýra félaginu.

Starfsmenn Landsbankans munu geta eignast tveggja prósenta hlut

Stofn kaupaukakerfis starfsmanna nýja Landsbankans verður um fjögurra milljarða króna virði miðað við eiginfjárstöðu bankans um síðustu áramót. Stærð hans tengist frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru frá gamla bankanum til þess nýja á mjög lágu ver

Hluti eigenda Kísilfélagsins keypti Helguvíkurlóðina

Hluti eigenda Íslenska kísilfélagsins hefur fest kaup á lóð við Helguvík í Reykjanesbæ þar sem áætlað er að reisa kísilver. Um er að ræða sömu lóð og Íslenska kísilfélagið hafði fyrirhugað að nýta undir kísilver áður en Reykjaneshöfn rifti kaupsamningi þess efnis.

Gerði grein fyrir stjórnmálaáhættu

Gildi lífeyrissjóður gerir í fyrsta sinn grein fyrir stjórnmálaáhættu í skýringu með ársskýrslu sinni fyrir árið 2011. Skýrslan var kynnt á ársfundi sjóðsins 25. apríl síðastliðinn. Þar segir: „Íslenskir lífeyrissjóðir búa í dag við nokkra stjórnmálaáhættu og áhættu af breytingum á lögum og regluverki. Undanfarin ár hefur lagaumhverfi lífeyrissjóða verið nokkuð stöðugt, en það hefur breyst á síðustu misserum og í ljósi umfjöllunar um sjóðina á vettvangi stjórnmálanna gætu fleiri breytingar verið í farvatninu. Stjórn sjóðsins telur ástæðu til að vekja athygli á að breytingar á lögum og regluverki í kringum sjóðina geta haft áhrif á afkomu þeirra“.

Farþegum Icelandair fjölgaði

Icelandair flutti 19 prósentum fleiri farþega á milli landa í apríl en í sama mánuði í fyrra, eða 136 þúsund manns. Þrátt fyrir aukið sætaframboð jókst sætanýting og varð rösklega 81 prósent. Er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem sætanýting fer yfir 80 prósent í apríl. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum, en mest á Atlantshafsmarkaðnum. Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði hinsvegar í apríl um fjögur prósent frá sama mánuði í fyrra og var sætanýting liðlega 68 prósent.-GS

Vodafone á markað í september eða október

Annað stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins fer á markað í haust. Leit að ráðgjafa stendur yfir. Vel kemur til greina að selja hlut til kjölfestufjárfestis. Stjórnarformaður segir markaðsaðstæður vera góðar og að félagið sé rekstrarlega stöðugt.

Flest Kaupþingsgögn komin frá Lúxemborg

Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent nánast öll gögn sem það lagði hald á í umfangsmikilli húsleit í Banque Havilland, sem áður hét Kaupthing Lúxemborg, í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur embættið þegar fengið afhent gögn sem tengjast fjórum stórum málum en á enn eftir að fá gögn vegna eins máls. Ástæða þess að enn er eftir að fá gögn úr einu máli er sú að rannsóknardómari í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu að hluti þeirra ætti ekki erindi við rannsókn Sérstaks saksóknara. Embættið sætti sig við þá niðurstöðu og er hún ekki talin skipta sköpum fyrir niðurstöður rannsókna.

Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði

Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent.

Endurútreikningar gengislána ekki í sjónmáli

Endurútreikningar á tugþúsundum ólölegra gengislána eru ekki í sjónmáli. Fjármálafyrirtækin hyggjast ekki reikna lánin út að nýju eftir nýjasta gengislánadóminn- heldur fara í fleiri dómsmál til að skera úr um óvissu sem þau telja enn ríkja um útreikninga lánanna.

Fær ekki að vita hver átti bréfin í Glitni

Guðmundur Jón Matthíasson sem stefndi íslenska ríkinu vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar hann keypti bréf í Glitni eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum fær ekki upplýsingar um það hver raunverulegur seljandi bréfanna var.

Íslendingar munu vinna að uppbyggingu fyrir Nubo

Íslendingar munu vinna við uppbyggingu á því svæði sem Huang Nubo fær á Grímsstöðum að fjöllum, að eins miklu leyti og mögulegt er. Þetta sagði Halldór Jóhannsson, talsmaður Nubos á Íslandi, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Hagar hækka eftir sölu Eignabjargs

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í dag eitt prósent hlut í smásölufyrirtækinu Högum, sem eiga og reka Bónus og Hagkaup, á genginu 18,95, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eignarhlutur Eignabjargs er nú 4,99 prósent.

Orkuveitan tók milljarða lán vegna fráveituframkvæmda

Orkuveita Reykjavíkur og Lánsjóður sveitarfélaga undirrituðu í dag lánasamning að fjárhæð 6,2 milljónir evra, eða einn milljarður króna. Lánstíminn er til 2020 og eru vextir á lánstímanum Euribor-vextir með 0,46% álagi. Lánið er veitt til að endurfjármagna yfirstandandi fráveituframkvæmdir á Akranesi, í Borgarbyggð og á Kjalarnesi, sem fjármagnaðar voru með óhagkvæmari hætti. Tilkynnt var um að til stæði að taka lánið 26. október síðastliðinn.

ÍLS mun ekki lána fyrir eignum sem kosta meira en 50 milljónir

Íbúðalánasjóði verður óheimilt að veita lán til kaupa á íbúðarhúsnæði þegar hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa er lægri en 40% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis samkvæmt frumvarpi sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir á Alþingi fyrr í vikunni.

Ölgerðin endurnýir bílaflotann

Ölgerðin hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Actros flutningabíla. Ölgerðin mun endurnýja bílaflota sinn all verulega á næstunni og á næstu vikum fær fyrirtækið fjóra Actros bíla til viðbótar og tvo metanknúna Sprinter bíla.

Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda

Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna.

Greining spáir 25 punkta hækkun

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans sem er 16. maí. Verða daglánavextir bankans þá 6,25%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,25%, hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,0% og innlánsvextir 4,25%.

Sögðu lán til stjórnenda Kaupþings jafn trygg og annarra

Veð fyrir lánum til stjórnenda Kaupþings voru veikari en hjá öðrum viðskiptavinum bankans þó hinu gagnstæða hafi verið haldið fram í árshlutauppgjöri bankans á árinu 2008, að því er fram komi í máli lögmanns þrotabús Kaupþings fyrir dómi í dag. Þrotabúið krefst þess að Sigurður Einarsson greiði 550 milljónir.

Undirrituðu fjárfestingarsamning vegna stálendurvinnslu

Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra og fulltrúar GMR Endurvinnslunnar ehf. undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna stálendurvinnslu á Grundartanga samkvæmt tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins. Samningurinn byggir á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi og er þetta fimmti fjárfestingarsamningurinn sem gerður er á grundvelli þessara laga.

Netþjónar í sjálfsafgreiðslu

Nýherji býður nú viðskiptavinum í betaprófanir á tölvuskýi félagsins. Þar geta viðskiptavinir sett upp netþjóna í sjálfsafgreiðslu og aðeins greitt fyrir þær klukkustundir sem þjónarnir eru í notkun. Engin fjárbinding er í búnaði fyrir viðskiptavini þar sem hann er vistaður í tölvuskýi Nýherja, sem annast allar uppfærslur, öryggi og viðhald.

Krefjast þess að Sigurður greiði 550 milljónir

Þrotabú Kaupþings krefst þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, greiði til baka 550 milljónir króna vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Lögmaður þrotabúsins sagði fyrir dómi í morgun að Sigurður ætti ekki að geta sloppið undan þessum greiðslum.

Borgin kaupir bíla fyrir 300 milljónir

Reykjavíkurborg hyggst kaupa nýja bíla fyrir rúmlega 300 milljónir í ár. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að tilgangurinn með því að kaupa nýja bíla sé að fá sparneytnari og umhverfisvænni bíla í flotann og samnýta bílana betur. Erindi frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar var afgreitt í borgarráði á fimmtudaginn.

Tæplega 2,7 milljarðar greiddir til íbúðaeigenda

Ríkissjóður greiddi út tæplega 2,7 milljarða króna í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur til húseigenda um síðustu mánaðamót vegna skulda íbúðarhúsnæðis þeirra. Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi. Fyrri greiðslan var greidd út 1. maí og seinni greiðslan verður 1. ágúst næstkomandi. Það voru rétt rúmlega 90 þúsund húseigendur sem fengu vaxtagreiðslu um síðastliðin mánaðarmót og var greiðsla á mann að meðaltali 30 þúsund krónur.

Sjá næstu 50 fréttir