Facebook mun opna vefverslun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 12:49 Facebook fer á hlutabréfamarkað í sumar. mynd/AP Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Facebook tilkynnti opnun verslunarinnar á blogg-svæði sínu í gær. Öll helstu smáforrit verða á boðstólum í versluninni en þau munu virka samhliða vefsíðunni. Þá munu hugbúnaðarframleiðendur hafa frjálsar hendur um verðlagningu á forritunum. Samskiptasíðan, sem fer á hlutabréfamarkað í sumar, hefur átt í miklum erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun en fyrirtækið birtir ekki auglýsingar í smáforritum sínum. Mikið liggur undir hjá fyrirtækinu. Stór hluti notenda Facebook — sem eru um 900 milljón talsins — heimsækja síðuna í gegnum snjallsíma. Vongóðir fjárfestar hafa því lýst yfir áhyggjum sínum vegna skorts á tekjum í gegnum snjallsímanotkun. Facebook mun því feta í fótspor tæknirisanna Apple og Google en sölutekjur vefverslana þeirra hafa numið tugum milljarða króna árlega frá því að þær opnuðu. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Facebook tilkynnti opnun verslunarinnar á blogg-svæði sínu í gær. Öll helstu smáforrit verða á boðstólum í versluninni en þau munu virka samhliða vefsíðunni. Þá munu hugbúnaðarframleiðendur hafa frjálsar hendur um verðlagningu á forritunum. Samskiptasíðan, sem fer á hlutabréfamarkað í sumar, hefur átt í miklum erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun en fyrirtækið birtir ekki auglýsingar í smáforritum sínum. Mikið liggur undir hjá fyrirtækinu. Stór hluti notenda Facebook — sem eru um 900 milljón talsins — heimsækja síðuna í gegnum snjallsíma. Vongóðir fjárfestar hafa því lýst yfir áhyggjum sínum vegna skorts á tekjum í gegnum snjallsímanotkun. Facebook mun því feta í fótspor tæknirisanna Apple og Google en sölutekjur vefverslana þeirra hafa numið tugum milljarða króna árlega frá því að þær opnuðu.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira