Fleiri fréttir

Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook

Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins.

David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi

David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi samkvæmt nýjum lista sem Sunday Times hefur tekið saman. Hinn 37 ára gamli knattspyrnumaður, sem leikur með LA Galaxy, á eignir að andvirði 160 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 33 milljarða króna.

Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar

Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar.

Bakkavararbræður líklegastir til að kaupa

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila.

Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað

Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu.

Telja líklegast að bakkavarabræður eignist Bakkavör á ný

Sérfræðingar svissneska risabankans Credit Suisse telja líklegast að Ágúst og Lýður Guðmundssynir séu að fara eignast ráðandi hlut í Bakkavör á nýjan leik, en fyrirtækið er nú nánast að öllu leyti undir stjórn lífeyrissjóða og banka.

Glitnir og tólf lífeyrissjóðir ná samkomulagi um skuldauppgjör

Glitnir hf. og tólf lífeyrissjóðir ásamt undirsjóðum þeirra hafa náð samkomulagi um skuldauppgjör. Um er að ræða rammasamkomulag sem felur í sér að hver lífeyrissjóður um sig og Glitnir hf. munu gera upp kröfur sem aðilar eiga hvor á annan með sambærilegum hætti.

Icelandair group tapaði 13,2 milljónum bandaríkjadala

Tap Icelandair group á fyrsta ársfjórðungi nam 13,2 milljónum bandaríkjadala eða tæplega tveimur milljörðum króna. Á móti kemur að mikill innri vöxtur sog 21 % tekjuaukning frá sama tímabili í fyrra. Það skýrist helst á aukningu ferðamanna til Íslands. Handbært fé frá rekstri var 86,1 milljón dala og er eiginfjárhlutfall félagsins 31 %.

Sports Direct opnar í sumar á Smáratorgi

Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct áformar að opna verslun á Smáratorgi í Kópavogi í sumar. Í tilkynningu frá versluninni segir að hún muni bjóða mikið úrval og öll helstu merki á borð við Nike og Adidas verða í boði. Sports Direct er ein stærsta íþróttavörukeðja Bretlands með um 400 verslanir.

Tilboði Björgólfs Thors hafnað

Tilboði Björgólfs Thors Björgólfssonar og fleiri aðila í Vivacom, stærsta farsímafélag Búlgaríu, hefur verið hafnað vegna þess að það þótt vera of lágt. Björgólfur Thor átti fyrirtækið á árunum 2005 til 2007 og er það nú metið á 1,4 milljarða dollara eða um 175 milljarða króna. Þrjú tilboð bárust í farsímafélagið þar á meðal frá Turkcell, stærsta farsímafyrirtæki Tyrklands. Tilboðin þrjú þóttu öll vera og lág og var öllum hafnað.

Nauðsynlegt að rifta samningi um kísilverksmiðju

Magnús Garðarsson forstjóri Íslenska kísilfélagsins og Tomahawk Development segir að félögin hafi neyðst til að segja upp samningi sínum við Globe Specialty Metals um byggingu kísilverksmiðju í Helguvík.

Samningi um kísilverksmiðju rift

Íslenska kísilfélagið, sem áformar að reisa kísilverksmiðju í Helguvík, hefur rift samningum við bandaríska félagið Globe Specialty Metals. Félögin höfðu uppi áform um að reisa verksmiðjuna saman en auk þess kemur félagið Tomahawk Development að verkefninu.

Atvinnuleysi mælist 8,1 prósent í Bandaríkjunum

Um 115 þúsund störf urðu til í Bandaríkjunum í apríl, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun, en atvinnuleysi mælist nú 8,1 prósent. Það er minnkun frá stöðunni sem var í mars, en þá mældist atvinnuleysið 8,2 prósent.

Vöruskiptin hagstæð um 9,4 milljarða í apríl

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl s.l. var útflutningur 50,2 milljarðar króna og innflutningur 40,8 milljarðar króna. Vöruskiptin í mánuðinum voru því hagstæð um 9,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Bensín og dísilolía komin undir 260 krónur á lítrann

Atlantsolía lækkaði eldsneytisverð um röskar tvær krónur í morgun og er bensínlítrinn nú kominn rétt niður fyrir 260 króna markið, og sama er að segja um dísilolíuna, sem félagið lækkaði um tvær krónur.

Aðeins ein hópuppsögn tilkynnt frá áramótum

Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunnar í apríl síðastliðnum. Þar með hefur aðeins verið tilkynnt um eina hópuppsögn til stofnunarinnar frá áramótum en það var í febrúar.

Samsung Galaxy S III er mættur

Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins.

Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala

Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem líklega verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali.

Aukinn hraði með Ljósneti

Síminn stefnir að því að tengja nær 80% heimila við nýja þjónustuleið. Með Ljósneti eru hús tengd við ljósleiðara með koparstrengjum síðasta spölinn. Er bæði hraðara og ódýrara en ADSL-tenging.

Ein af hverjum fimm tölvum sýkt

Samkvæmt niðurstöðum úr nýrri rannsókn inniheldur ein af hverjum fimm Mac-tölvum einhverja tegund óværu. Það er töluvert hærra hlutfall en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós.

Ríkissjóður fær 124 milljarða að láni

Ríkissjóður Íslands gekk í dag frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð einum milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum íslenskra króna. Mikil tímamót fyrir Ísland og jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf, segir fjarmálaráðherra.

Skuldabréfaútgáfa spænska ríkisins á ríflega 4 prósent vöxtum

Spænska ríkið lauk í dag við skuldabréfaútgáfu upp á liðlega 2,5 milljarða evra á að meðaltali 4,04 prósent vöxtum, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í dag. Það eru töluvert hærri vextir en ríkinu bauðst í síðustu útgáfu en þá voru vextirnir 2,6 prósent.

Gleymd auglýsing Apple komin í leitirnar

Gleymt og grafið framhald auglýsingarinnar „1984" sem Apple framleiddi hefur nú komið í leitirnar. Auglýsingin ber vitni um það að jafnvel Steve Jobs gat gert mistök.

„Áratugur tækifæra“ framundan í Kanada

Kanada hefur komist vel frá kreppunni á heimsvísu, á undanförnum árum, og er horft til þess að næsti áratugur verði góður fyrir landið, ef tækifærin eru nýtt.

Íslendingur í hópi bónusjarla Lehman Brothers

Sigurbjörn Þorkelsson, sem er einn af eigendum Haga í gegnum fyrirtækið Capital, var með samtals um 24,5 milljónir dollara, eða um 3 milljarða kr., í laun og aðra umbun á árunum 2005 til 2007, þegar hann starfaði hjá bandaríska bankanum Lehman Brothers, m.a. sem yfirmaður afleiðuviðskipta og sem einn af framkvæmdastjórum bankans.

Fjögur fordæmi fyrir leiðinni sem Nubo fer

Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, né Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sögðust vita til þess að niðurstaða vegna kaupa Huangs Nubo lægi fyrir og að málið yrði kynnt í ríkisstjórn á föstudaginn. Vísir náði tali af þeim Ögmundi og Steingrími nú í kvöld.

Saksóknari telur að dæma hefði átt Geir fyrir víðtækari brot

Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, telur að afnema eigi ákæruvald Alþingis þegar kemur að brotum gegn lögum um ráðherraábyrgð, og færa slíkar rannsóknir í hefðbundinn farveg sakamála. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari telur að dæma hefði ár Geir fyrir víðtækari brot en hann var dæmdur fyrir.

Ögmundur hefur ekkert heyrt um samninginn um Grímsstaði

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekkert heyrt um samning sem gerður verður við kínverska ráðherrann Huang Nubo og til stendur að ræða á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Samkvæmt samningnum, sem greint var frá í kvöldfréttum RÚV, munu sveitarfélög ræða á Norðurlandi og Austurlandi kaupa landið og leigja Nubo það. Samningurinn verður til fjörutíu ára og mun Nubo greiða fyrir leiguna fyrirfram. Þannig verða kaupin á landinu fjármögnuð.

Selja hlut í HS Veitum hf.

Eigendur að 34,38% hlut í HS Veitum hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Grindavíkurbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.

Saumavélin til sýnis

Saumavélin, ein fyrsta IBM fartölvan, sem kom á markað árið 1984, verður sýnd á afmælisráðstefnu Nýherja, sem fer fram á Hótel Nordica á morgun. Á ráðstefnunni verður hægt að sjá búnað frá árdögum fartölvuvæðingarinnar; fyrstu vélarnar með innbyggðu geisladrifi og fyrstu vélarnar með innbyggðu þráðlausu neti.

Kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin

Það stefnir í kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin. Tölvuleikjaframleiðandinn Activision boðaði komu tölvuleiksins Call of Duty: Black Ops 2 um miðbik nóvember en um svipað leyti fer Halo 4 í almenna sölu.

RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi

Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana.

Sjá næstu 50 fréttir