Fasteignasjóður Íslands að fæðast Magnús Halldórsson skrifar 9. maí 2012 09:30 Undirbúningur að stofnun Fasteignasjóðs Íslands hefur staðið yfir undanfarna mánuði og undirbúningsteymið hefur kynnt hann fyrir fjárfestum. Frá vinstri sjást á myndinni Brynjólfur Baldursson, Tryggvi Tryggvason og Örn V. Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira