Fasteignasjóður Íslands að fæðast Magnús Halldórsson skrifar 9. maí 2012 09:30 Undirbúningur að stofnun Fasteignasjóðs Íslands hefur staðið yfir undanfarna mánuði og undirbúningsteymið hefur kynnt hann fyrir fjárfestum. Frá vinstri sjást á myndinni Brynjólfur Baldursson, Tryggvi Tryggvason og Örn V. Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent