Fleiri fréttir Opið hús næsta laugardag Í grein á forsíðu fasteignablaðsins í dag misfórst í texta að opið hús væri í dag í íbúðum að Vatnsstíg 16-18. Hið rétta er að Stakfell fasteignasala er með opið hús næstkomandi laugardag, 28. apríl. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu. 23.4.2012 11:00 Pólitísk yfirlýsing hjá Evrópska fjárfestingarbankanum "Þetta er svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði um þá ákvörðun Evrópska fjárfestingarbankans að fara fram á skilmála um drökmuna í lánasamningum við grísk fyrirtæki. 22.4.2012 12:12 Tvíburar sviku milljónir út úr fjárfestum Breskir tvíburar, nýskriðnir af unglingsaldri, eru sakaðir um að hafa svikið 1,2 milljónir dollara út úr bandarískum fjárfestum. Brot bræðranna, þeirra Alexanders og Thomas Hunters, eru talin hafa átt sér stað fyrst árið 2007 þegar þeir voru aðeins sextán ára, samkvæmt kæru bandaríska verðbréfaeftirlitsins á Wall Street en frá þessu er greint í Financial Times. 22.4.2012 11:35 Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. 22.4.2012 10:45 Deutsche þarf að afhenda gögn um fléttu Kaupþings banka Deutsche Bank þarf samkvæmt úrskurði dómstóla í Bretlandi að afhenda gögn um hvað lá að baki viðskiptum tveggja aflandsfélaga, sem voru í eigu vildarviðskiptavina Kaupþings, með skuldabréf sem félögin keyptu af þýska bankanum. Gögnin gætu skipt sköpum fyrir rannsókn sérstaks saksóknara. 21.4.2012 19:30 Sparað með hópferðum Flugfélag Íslands býður upp á mjög hagstætt verð fyrir hópa. "Það getur jafnvel verið ódýrara að bóka flug og gistingu á þessum sérkjörum heldur en að bóka bara flugið án hópafsláttar,“ segja þær Bergþóra Ragnarsdóttir og Ingibjörg Dís Gylfadóttir. 21.4.2012 11:00 Icelandic fær sjálfbærnivottun Icelandic Group hefur fengið vottun Marine Stewardship Council (MSC) fyrir allar afurðir úr þorski og ýsu frá Íslandi. Í kjölfarið mun allur þorsk- og ýsuafli af Íslandsmiðum fá heimild til að bera vottunarmerki MSC. 21.4.2012 10:00 James Cameron ætlar að breyta heiminum Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. 20.4.2012 21:59 iPhone 5 gerður úr fljótandi málmi - kynntur í október Talið er að nýjasti snjallsími verður gerður úr nýstárlegri efnablöndu sem kallast "Liquidmetal.“ Það var tæknifréttamiðill í Suður-Kóreu sem greindi frá þessu í gær. 20.4.2012 21:30 Icelandic Group fær vottun MSC Icelandic Group hefur fengið vottun Marine Stewardship Council (MSC) fyrir allar afurðir úr þorsk og ýsu frá Íslandi. 20.4.2012 19:30 "Íslensk ferðaþjónusta hefur mikil sóknarfæri" Skúli Mogensen fjárfestir, stærsti eigandi MP banka og Wow air flugfélagsins, segir að ferðaþjónustan á Íslandi hafi mikil sóknarfæri til framtíðar litið og er bjartsýnn á að umfang ferðaþjónustunnar í íslenska hagkerfinu muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum. 20.4.2012 19:15 Marel tekur stökk upp á við Gengi bréfa í Marel hefur hækkað mikið í dag, eða um 4,45 prósent. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 152,2. Gengi bréfa í Össuri hefur lækkað í dag um 0,47 prósent og stendur í 212. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað um 0,27 prósent og stendur nú í 18,9. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 0,32 prósent í dag og stendur nú í 6,32. 20.4.2012 16:37 Ferðamönnum frá Kína fjölgaði um 80% Ferðamönnum frá Kína fjölgaði um 80% í fyrra og útflutningur frá Íslandi til Kína jókst um tæp 60%. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Chen Deming, viðskiptaráðherra Kína, í morgun en hann fer með utanríkisviðskipti og er í föruneyti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sem er í opinberri heimsókn hér í dag og á morgun. 20.4.2012 11:58 Aurum er ekki Aurum Holding Á síðu 4 í Fréttablaðinu á fimmtudag, og á Vísi.is síðar sama dag, birtist frétt með fyrirsögninni "Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum“. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að fyrirtækið sem vísað er til í fyrirsögninni er hið breska Aurum Holding, ekki íslenska skartpgripafyrirtækið Aurum ehf. Hið síðarnefnda tengist ekki rannsókn sérstaks saksóknara með nokkrum hætti. 20.4.2012 11:33 Háskólabíó í fjárhagsvandræðum Háskólabíó á í verulegum fjárhagsvandræðum samkvæmt Fréttatímanum í dag. Þar er greint frá því að alls hvíli 230 milljónir króna í lánum á húsnæði Háskólabíós sem er í raun og veru að sliga starfsemina. Mánaðarlegar afborganir af húsnæðinu eru 3,5 til 4 milljónir króna á mánuði samkvæmt Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs Háskóla Íslands. 20.4.2012 10:22 Danir herða reglur um kvótaframsal og takmarka eignarhald Danska stjórnin hefur ákveðið að herða reglur um framsal á fiskikvótum í landinu og jafnframt verður eignarhald einstakra útgerða á kvótum takmarkað. 20.4.2012 10:12 Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. 20.4.2012 09:55 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað þrjá daga í röð. 20.4.2012 09:31 Gistinóttum fjölgaði um 8,3% í fyrra Gistinætur voru rúmar 3,2 milljónir hér á landi árið 2011 og fjölgaði um 8,3% frá fyrra ári. Erlendir ríkisborgarar gistu flestar nætur, þ.e. 75% af heildarfjölda gistinátta, og fjölgaði um 14% milli ára. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hinsvegar um 6%. 20.4.2012 09:07 Landsvirkjun hlýtur viðurkenningu fyrir samning Fagtímaritið Trade Finance Magazine hefur valið verktakafjármögnun Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar sem einn af samningum ársins 2011. 20.4.2012 08:16 Aldrei fleiri gjaldþrot hjá dönskum verslunum Verslunarrekstur í Danmörku á mjög undir högg að sækja og hafa gjaldþrot í verslunargeiranum aldrei verið fleiri í landinu. 20.4.2012 06:50 Reykjaneshöfn riftir öllum samningum við Íslenska kísilfélagið Reykjaneshöfn hefur rift öllum samningum sínum við Íslenska kísilfélagið, þar sem félagið hefur ekki staðið við gerða samninga. 20.4.2012 06:39 Alisher Usmanov orðinn auðugasti maður Rússlands Úsbekinn Alisher Usmanov er orðinn auðugasti maður Rússlands. Auður hans er metinn á 19 milljarða dollara eða um 2.400 milljarða króna og jókst um 1,6 milljarða dollara í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. 20.4.2012 06:37 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 118 milljarða í mars Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 118 milljarða króna í marsmánuði. Munar þar mestu um ákvörðun bankans og ríkisstjórnarinnar að endurgreiða hluta af lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hinna Norðurlandanna áður en að gjalddaga þeirra kom. 20.4.2012 06:32 Gleraugu á viðráðanlegu verði Í Gleraugnaversluninni Eyesland á fimmtu hæð í Glæsibæ er að finna mikið úrval af gleraugum, linsum og sjóntækjum á mun viðráðanlegra verði en almennt þekkist. 20.4.2012 06:00 Topparnir yfirgefa efnahagsbrotadeild Phillippa Williamson, framkvæmdastjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) hefur sagt upp störfum óvænt. Einungis nokkrir dagar eru þangað til að forstjóri stofnunarinnar hættir störfum. Williamson bar ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, en Richard Alderman forstjóri bar ábyrgð á stefnumótun. 19.4.2012 19:23 Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar. 19.4.2012 12:00 Nú veit ég hvar ég kaupi næstu gjöf Gjafavöruverslunin Minja býður uppá fallega hönnunarvöru sem kemur fólki í gott skap. 19.4.2012 11:00 Vaxtarsprotar visna í höftunum Hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki hafa að mati Vilmundar Jósepssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA), úrræði eða djörfung til að afnema gjaldeyrishöft á næsta ári. 19.4.2012 11:00 Landsbankinn þyrfti að afskrifa 31 milljarð Landsbankinn hefur miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem samþykkt frumvarpa um veiðigjöld og stjórn fiskveiði hafi fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélag. 18.4.2012 21:32 AGS gagnrýnir seinagang hjá Umboðsmanni skuldara Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir í nýrri skýrslu um Íslands hversu hægt hefur gengið að leysa úr vandamálum skulda hjá Umboðsmanni skuldara, en einungis um 35 prósent umsókna til stofnunarinnar hefur verið lokið. Málin eru tímafrek og flókin, en vinnan er góðum rökspöl segir umboðsmaður. 18.4.2012 19:00 Greiða 1,8 milljarð í arð til eiganda Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,8 milljarðar króna fyrir árið 2011. Landsvirkjun greiddi síðast arð til eigenda árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá var stjórn Landsvirkjunar endurkjörin og verður Bryndís Hlöðversdóttir áfram stjórnarformaður. Á fundinum var einnig samþykkt tillaga fjármálaráðherra um endurkjör aðalmanna og varamanna í stjórn fyrirtækisins. 18.4.2012 14:27 Húsasmiðjan opnar nýja verslun í Eyjum Húsasmiðjan mun í sumar opna nýja verslun í Vestmannaeyjum. Verslunin verður í nýju húsi að Græðisbraut 1, sem byggt hefur verið sérstaklega fyrir Húsasmiðjuna. Áætlað er að nýja verslunin opni í lok sumars. 18.4.2012 11:10 Forbes: Áform Nubo á Íslandi verða brátt samþykkt Bandaríska tímaritið Forbes greinir frá því í dag að áform Kínverjans Huang Nubo um fjárfestingar á Íslandi verði brátt samþykktar. 18.4.2012 09:33 Atvinnuþátttaka var tæplega 80% í mars Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í mars s.l. að jafnaði 177.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 164.100 starfandi og 13.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 73,4% og atvinnuleysi var 7,5%. 18.4.2012 09:09 Aflaverðmætið jókst um 40% milli ára í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 12,6 milljörðum króna í janúar s.l. samanborið við 9 milljarða í janúar í fyrra . Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,6 milljarða eða 40% á milli ára. 18.4.2012 09:04 Olíufélögin lækka verð á bensíni og dísilolíu Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítra um tvær krónur í gærkvöldi og dísillítrann um rúmar þrjár krónur. 18.4.2012 08:17 Landsvirkjun lokkar gagnaver með lágu orkuverði Landsvirkjun er með metnaðarfull áform um að ná til sín hluta af raforkumarkaðinum fyrir gagnaver í Evrópu. Lágt orkuverð á að stuðla að því. 18.4.2012 07:40 Hluthafar höfnuðu launahækkun til stjórnenda Citigroup Hluthafar í Citigroup bankanum felldu tillögu um hærri laun til stjórnenda bankans á hluthafafundi í gærdag. 18.4.2012 07:10 Traust fjármálamarkaða á Ísland eykst Ísland heldur áfram að falla niður lista CMA gagnaveitunnar um skuldatryggingaálög þjóða heimsins, sem er jákvæð þróun. 18.4.2012 06:54 Vísitala íbúðaverðs hækkar 18.4.2012 00:01 Dohop tilnefnt til verðlauna í Asíu Íslenska tæknifyrirtækið Dohop var í morgun tilnefnt til verðlaunanna Asia Pacific 2012 Online Travel Innovation Awards, í flokki flugleitarvéla, fyrir ferðavef sinn dohop.com. Sigurvegarinn verður tilkynntur á ráðstefnunni Travel Distribution Summit Asia 2012 í Singapore þann 10. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. 18.4.2012 12:30 Warren Buffet með krabbamein í blöðruhálsi Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. 17.4.2012 23:37 2011 var gott ár hjá Kaupþing Eignir Kaupþings jukust um rúmlega 50 milljarða eða um rúm 6% á árinu 2011. Sé leiðrétt fyrir áhrifum vegna 4,25% gengislækkunnar krónunnar á tímabilinu jukust eignir um 15 milljarða. 17.4.2012 23:57 Apple og Greenpeace í hár saman Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. 17.4.2012 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Opið hús næsta laugardag Í grein á forsíðu fasteignablaðsins í dag misfórst í texta að opið hús væri í dag í íbúðum að Vatnsstíg 16-18. Hið rétta er að Stakfell fasteignasala er með opið hús næstkomandi laugardag, 28. apríl. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu. 23.4.2012 11:00
Pólitísk yfirlýsing hjá Evrópska fjárfestingarbankanum "Þetta er svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði um þá ákvörðun Evrópska fjárfestingarbankans að fara fram á skilmála um drökmuna í lánasamningum við grísk fyrirtæki. 22.4.2012 12:12
Tvíburar sviku milljónir út úr fjárfestum Breskir tvíburar, nýskriðnir af unglingsaldri, eru sakaðir um að hafa svikið 1,2 milljónir dollara út úr bandarískum fjárfestum. Brot bræðranna, þeirra Alexanders og Thomas Hunters, eru talin hafa átt sér stað fyrst árið 2007 þegar þeir voru aðeins sextán ára, samkvæmt kæru bandaríska verðbréfaeftirlitsins á Wall Street en frá þessu er greint í Financial Times. 22.4.2012 11:35
Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. 22.4.2012 10:45
Deutsche þarf að afhenda gögn um fléttu Kaupþings banka Deutsche Bank þarf samkvæmt úrskurði dómstóla í Bretlandi að afhenda gögn um hvað lá að baki viðskiptum tveggja aflandsfélaga, sem voru í eigu vildarviðskiptavina Kaupþings, með skuldabréf sem félögin keyptu af þýska bankanum. Gögnin gætu skipt sköpum fyrir rannsókn sérstaks saksóknara. 21.4.2012 19:30
Sparað með hópferðum Flugfélag Íslands býður upp á mjög hagstætt verð fyrir hópa. "Það getur jafnvel verið ódýrara að bóka flug og gistingu á þessum sérkjörum heldur en að bóka bara flugið án hópafsláttar,“ segja þær Bergþóra Ragnarsdóttir og Ingibjörg Dís Gylfadóttir. 21.4.2012 11:00
Icelandic fær sjálfbærnivottun Icelandic Group hefur fengið vottun Marine Stewardship Council (MSC) fyrir allar afurðir úr þorski og ýsu frá Íslandi. Í kjölfarið mun allur þorsk- og ýsuafli af Íslandsmiðum fá heimild til að bera vottunarmerki MSC. 21.4.2012 10:00
James Cameron ætlar að breyta heiminum Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. 20.4.2012 21:59
iPhone 5 gerður úr fljótandi málmi - kynntur í október Talið er að nýjasti snjallsími verður gerður úr nýstárlegri efnablöndu sem kallast "Liquidmetal.“ Það var tæknifréttamiðill í Suður-Kóreu sem greindi frá þessu í gær. 20.4.2012 21:30
Icelandic Group fær vottun MSC Icelandic Group hefur fengið vottun Marine Stewardship Council (MSC) fyrir allar afurðir úr þorsk og ýsu frá Íslandi. 20.4.2012 19:30
"Íslensk ferðaþjónusta hefur mikil sóknarfæri" Skúli Mogensen fjárfestir, stærsti eigandi MP banka og Wow air flugfélagsins, segir að ferðaþjónustan á Íslandi hafi mikil sóknarfæri til framtíðar litið og er bjartsýnn á að umfang ferðaþjónustunnar í íslenska hagkerfinu muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum. 20.4.2012 19:15
Marel tekur stökk upp á við Gengi bréfa í Marel hefur hækkað mikið í dag, eða um 4,45 prósent. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 152,2. Gengi bréfa í Össuri hefur lækkað í dag um 0,47 prósent og stendur í 212. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað um 0,27 prósent og stendur nú í 18,9. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 0,32 prósent í dag og stendur nú í 6,32. 20.4.2012 16:37
Ferðamönnum frá Kína fjölgaði um 80% Ferðamönnum frá Kína fjölgaði um 80% í fyrra og útflutningur frá Íslandi til Kína jókst um tæp 60%. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Chen Deming, viðskiptaráðherra Kína, í morgun en hann fer með utanríkisviðskipti og er í föruneyti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sem er í opinberri heimsókn hér í dag og á morgun. 20.4.2012 11:58
Aurum er ekki Aurum Holding Á síðu 4 í Fréttablaðinu á fimmtudag, og á Vísi.is síðar sama dag, birtist frétt með fyrirsögninni "Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum“. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að fyrirtækið sem vísað er til í fyrirsögninni er hið breska Aurum Holding, ekki íslenska skartpgripafyrirtækið Aurum ehf. Hið síðarnefnda tengist ekki rannsókn sérstaks saksóknara með nokkrum hætti. 20.4.2012 11:33
Háskólabíó í fjárhagsvandræðum Háskólabíó á í verulegum fjárhagsvandræðum samkvæmt Fréttatímanum í dag. Þar er greint frá því að alls hvíli 230 milljónir króna í lánum á húsnæði Háskólabíós sem er í raun og veru að sliga starfsemina. Mánaðarlegar afborganir af húsnæðinu eru 3,5 til 4 milljónir króna á mánuði samkvæmt Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs Háskóla Íslands. 20.4.2012 10:22
Danir herða reglur um kvótaframsal og takmarka eignarhald Danska stjórnin hefur ákveðið að herða reglur um framsal á fiskikvótum í landinu og jafnframt verður eignarhald einstakra útgerða á kvótum takmarkað. 20.4.2012 10:12
Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. 20.4.2012 09:55
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað þrjá daga í röð. 20.4.2012 09:31
Gistinóttum fjölgaði um 8,3% í fyrra Gistinætur voru rúmar 3,2 milljónir hér á landi árið 2011 og fjölgaði um 8,3% frá fyrra ári. Erlendir ríkisborgarar gistu flestar nætur, þ.e. 75% af heildarfjölda gistinátta, og fjölgaði um 14% milli ára. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hinsvegar um 6%. 20.4.2012 09:07
Landsvirkjun hlýtur viðurkenningu fyrir samning Fagtímaritið Trade Finance Magazine hefur valið verktakafjármögnun Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar sem einn af samningum ársins 2011. 20.4.2012 08:16
Aldrei fleiri gjaldþrot hjá dönskum verslunum Verslunarrekstur í Danmörku á mjög undir högg að sækja og hafa gjaldþrot í verslunargeiranum aldrei verið fleiri í landinu. 20.4.2012 06:50
Reykjaneshöfn riftir öllum samningum við Íslenska kísilfélagið Reykjaneshöfn hefur rift öllum samningum sínum við Íslenska kísilfélagið, þar sem félagið hefur ekki staðið við gerða samninga. 20.4.2012 06:39
Alisher Usmanov orðinn auðugasti maður Rússlands Úsbekinn Alisher Usmanov er orðinn auðugasti maður Rússlands. Auður hans er metinn á 19 milljarða dollara eða um 2.400 milljarða króna og jókst um 1,6 milljarða dollara í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. 20.4.2012 06:37
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 118 milljarða í mars Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 118 milljarða króna í marsmánuði. Munar þar mestu um ákvörðun bankans og ríkisstjórnarinnar að endurgreiða hluta af lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hinna Norðurlandanna áður en að gjalddaga þeirra kom. 20.4.2012 06:32
Gleraugu á viðráðanlegu verði Í Gleraugnaversluninni Eyesland á fimmtu hæð í Glæsibæ er að finna mikið úrval af gleraugum, linsum og sjóntækjum á mun viðráðanlegra verði en almennt þekkist. 20.4.2012 06:00
Topparnir yfirgefa efnahagsbrotadeild Phillippa Williamson, framkvæmdastjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) hefur sagt upp störfum óvænt. Einungis nokkrir dagar eru þangað til að forstjóri stofnunarinnar hættir störfum. Williamson bar ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, en Richard Alderman forstjóri bar ábyrgð á stefnumótun. 19.4.2012 19:23
Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar. 19.4.2012 12:00
Nú veit ég hvar ég kaupi næstu gjöf Gjafavöruverslunin Minja býður uppá fallega hönnunarvöru sem kemur fólki í gott skap. 19.4.2012 11:00
Vaxtarsprotar visna í höftunum Hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki hafa að mati Vilmundar Jósepssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA), úrræði eða djörfung til að afnema gjaldeyrishöft á næsta ári. 19.4.2012 11:00
Landsbankinn þyrfti að afskrifa 31 milljarð Landsbankinn hefur miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem samþykkt frumvarpa um veiðigjöld og stjórn fiskveiði hafi fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélag. 18.4.2012 21:32
AGS gagnrýnir seinagang hjá Umboðsmanni skuldara Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir í nýrri skýrslu um Íslands hversu hægt hefur gengið að leysa úr vandamálum skulda hjá Umboðsmanni skuldara, en einungis um 35 prósent umsókna til stofnunarinnar hefur verið lokið. Málin eru tímafrek og flókin, en vinnan er góðum rökspöl segir umboðsmaður. 18.4.2012 19:00
Greiða 1,8 milljarð í arð til eiganda Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,8 milljarðar króna fyrir árið 2011. Landsvirkjun greiddi síðast arð til eigenda árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá var stjórn Landsvirkjunar endurkjörin og verður Bryndís Hlöðversdóttir áfram stjórnarformaður. Á fundinum var einnig samþykkt tillaga fjármálaráðherra um endurkjör aðalmanna og varamanna í stjórn fyrirtækisins. 18.4.2012 14:27
Húsasmiðjan opnar nýja verslun í Eyjum Húsasmiðjan mun í sumar opna nýja verslun í Vestmannaeyjum. Verslunin verður í nýju húsi að Græðisbraut 1, sem byggt hefur verið sérstaklega fyrir Húsasmiðjuna. Áætlað er að nýja verslunin opni í lok sumars. 18.4.2012 11:10
Forbes: Áform Nubo á Íslandi verða brátt samþykkt Bandaríska tímaritið Forbes greinir frá því í dag að áform Kínverjans Huang Nubo um fjárfestingar á Íslandi verði brátt samþykktar. 18.4.2012 09:33
Atvinnuþátttaka var tæplega 80% í mars Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í mars s.l. að jafnaði 177.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 164.100 starfandi og 13.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 73,4% og atvinnuleysi var 7,5%. 18.4.2012 09:09
Aflaverðmætið jókst um 40% milli ára í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 12,6 milljörðum króna í janúar s.l. samanborið við 9 milljarða í janúar í fyrra . Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,6 milljarða eða 40% á milli ára. 18.4.2012 09:04
Olíufélögin lækka verð á bensíni og dísilolíu Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítra um tvær krónur í gærkvöldi og dísillítrann um rúmar þrjár krónur. 18.4.2012 08:17
Landsvirkjun lokkar gagnaver með lágu orkuverði Landsvirkjun er með metnaðarfull áform um að ná til sín hluta af raforkumarkaðinum fyrir gagnaver í Evrópu. Lágt orkuverð á að stuðla að því. 18.4.2012 07:40
Hluthafar höfnuðu launahækkun til stjórnenda Citigroup Hluthafar í Citigroup bankanum felldu tillögu um hærri laun til stjórnenda bankans á hluthafafundi í gærdag. 18.4.2012 07:10
Traust fjármálamarkaða á Ísland eykst Ísland heldur áfram að falla niður lista CMA gagnaveitunnar um skuldatryggingaálög þjóða heimsins, sem er jákvæð þróun. 18.4.2012 06:54
Dohop tilnefnt til verðlauna í Asíu Íslenska tæknifyrirtækið Dohop var í morgun tilnefnt til verðlaunanna Asia Pacific 2012 Online Travel Innovation Awards, í flokki flugleitarvéla, fyrir ferðavef sinn dohop.com. Sigurvegarinn verður tilkynntur á ráðstefnunni Travel Distribution Summit Asia 2012 í Singapore þann 10. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. 18.4.2012 12:30
Warren Buffet með krabbamein í blöðruhálsi Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. 17.4.2012 23:37
2011 var gott ár hjá Kaupþing Eignir Kaupþings jukust um rúmlega 50 milljarða eða um rúm 6% á árinu 2011. Sé leiðrétt fyrir áhrifum vegna 4,25% gengislækkunnar krónunnar á tímabilinu jukust eignir um 15 milljarða. 17.4.2012 23:57
Apple og Greenpeace í hár saman Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. 17.4.2012 22:00