Viðskipti innlent

Forbes: Áform Nubo á Íslandi verða brátt samþykkt

Bandaríska tímaritið Forbes greinir frá því í dag að áform Kínverjans Huang Nubo um fjárfestingar á Íslandi verði brátt samþykktar.

Í stað þess að kaupa jörðina Grímsstaði á fjöllum fær Nubo jörðina á langtímaleigu. Forbes segir að á Íslandi ætli Nubo að fjárfesta 200 milljónir dollara eða rúmlega 25 milljarða króna í uppbyggingu á ferðamannaþjónustu.

Rætt er við Þórð H. Hilmarsson forstöðumann Íslandsstofu sem segir að gengið verði frá samninum við Nubo innan næstu tveggja mánaða. Þórður segir að Nubo standi þar að auki ýmsir aðrir fjárfestingarkostir til boða hér á landi.

Í umfjöllun Forbes er þess getið að Nubo hafi verið í 129. sæti lista tímaritsins í fyrra yfir auðugustu menn heimsins en auður hans er metinn á rétt rúmlega milljarð dollara eða um 127 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×