Háskólabíó í fjárhagsvandræðum 20. apríl 2012 10:22 Húsnæði Háskólabíós er að sliga fyrirtækið. Háskólabíó á í verulegum fjárhagsvandræðum samkvæmt Fréttatímanum í dag. Þar er greint frá því að alls hvíli 230 milljónir króna í lánum á húsnæði Háskólabíós sem er í raun og veru að sliga starfsemina. Mánaðarlegar afborganir af húsnæðinu eru 3,5 til 4 milljónir króna á mánuði samkvæmt Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs Háskóla Íslands. Að auki hefur Háskólabíó tekið lán í formi fyrirframgreiddrar leigu á húsnæðinu til Háskóla Íslands og Landsbankans sem nema nokkur hundruð milljónum. Leigan á húsnæði Landsbankans hefur verið greidd fram til ársins 2014 en Háskólinn hefur greitt Háskólabíói leigu á kennsluaðstöðu til ársins 2020. Því koma engar tekjur inn af leigu þess húsnæðis fyrr en að þeim tíma liðnum að því er Fréttatíminn greinir frá. Rekstrarkostnaður húsnæðisins er ríflega 100 milljónir á ári og standa núverandi leigusamningar vegna kvikmyndasala, sem Sena er með á leigu, og útleiga á stóra salnum til viðburða, nokkurn veginn undir rekstrarkostnaði. Eftir standa afborganir af lánum, sem Háskólabíó ræður ekki lengur við. Ástæðan er meðal annars sú að Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti í Hörpuna fyrir skömmu. Þannig hverfa 50 milljón króna leigutekjur sem áður nægðu til þess að láta enda ná saman. Nú er svo komið að Háskólabíó hefur biðlað til Háskóla Íslands um að kaupa húsnæði Háskólabíós og taka jafnvel yfir rekstur hússins. Í Fréttatímanum kemur fram að ef það verður niðurstaðan mun Háskóli Íslands ekki falast eftir auknum fjárveitingum frá ríkinu til þess að fjármagna kaupin heldur yrði upphæðin tekin af framkvæmdafé skólans. Fasteignaverð Háskólabíós er 1,2 milljarðar en það er Sena sem leigir húsnæðið. Hægt er að lesa nánar um málið á vefsíðu Fréttatímans. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Háskólabíó á í verulegum fjárhagsvandræðum samkvæmt Fréttatímanum í dag. Þar er greint frá því að alls hvíli 230 milljónir króna í lánum á húsnæði Háskólabíós sem er í raun og veru að sliga starfsemina. Mánaðarlegar afborganir af húsnæðinu eru 3,5 til 4 milljónir króna á mánuði samkvæmt Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs Háskóla Íslands. Að auki hefur Háskólabíó tekið lán í formi fyrirframgreiddrar leigu á húsnæðinu til Háskóla Íslands og Landsbankans sem nema nokkur hundruð milljónum. Leigan á húsnæði Landsbankans hefur verið greidd fram til ársins 2014 en Háskólinn hefur greitt Háskólabíói leigu á kennsluaðstöðu til ársins 2020. Því koma engar tekjur inn af leigu þess húsnæðis fyrr en að þeim tíma liðnum að því er Fréttatíminn greinir frá. Rekstrarkostnaður húsnæðisins er ríflega 100 milljónir á ári og standa núverandi leigusamningar vegna kvikmyndasala, sem Sena er með á leigu, og útleiga á stóra salnum til viðburða, nokkurn veginn undir rekstrarkostnaði. Eftir standa afborganir af lánum, sem Háskólabíó ræður ekki lengur við. Ástæðan er meðal annars sú að Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti í Hörpuna fyrir skömmu. Þannig hverfa 50 milljón króna leigutekjur sem áður nægðu til þess að láta enda ná saman. Nú er svo komið að Háskólabíó hefur biðlað til Háskóla Íslands um að kaupa húsnæði Háskólabíós og taka jafnvel yfir rekstur hússins. Í Fréttatímanum kemur fram að ef það verður niðurstaðan mun Háskóli Íslands ekki falast eftir auknum fjárveitingum frá ríkinu til þess að fjármagna kaupin heldur yrði upphæðin tekin af framkvæmdafé skólans. Fasteignaverð Háskólabíós er 1,2 milljarðar en það er Sena sem leigir húsnæðið. Hægt er að lesa nánar um málið á vefsíðu Fréttatímans.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira