Apple og Greenpeace í hár saman 17. apríl 2012 22:00 Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. mynd/AP Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira