Viðskipti innlent

Segir ríkið þurfa stórar fjárfestingar í gagnaverum

Jóhanna M. Gísladóttir skrifar
Sveinn Óskar Sigurðsson er fyrrverandi talsmaður Greenstone.
Sveinn Óskar Sigurðsson er fyrrverandi talsmaður Greenstone.
Talsmaður Greenstone ehf segir að tafir á skattabreytingum, hátt verð á gagnaflutningum og raforku hafi stöðvað uppbyggingu gagnavers á Blönduósi. Hann segir að ríkið þurfi stórar fjárfestingar í gagnaverum til að standa undir kostnaði við Farice.

Greenstone ehf.hefur undanfarin ár unnið að byggingu stórs gagnavers á Blönduósi með hátt í 120 framtíðarstörfum. Sveinn Óskar Sigurðsson fyrrverandi talsmaður Greenstone segir að þau áform hafi nú verið lögð til hliðar.

„Eftir að dregist hafði að breyta skattalöggjföinni varðandi virðisaukaskattsendurgreiðslur á búnaði og fleiru og að yfirlýsingar um hækkun raforkuverðs, óeðlilegra verða á gagnaflutningum ásamt því að nýleg yfirlýsing um það að hætta eigi við virkjun í neðri hluta Þjórár sem ætlar var í gagnaver þá sá viðskiptavinur ekki ástæðu til annars en að leita annað," segir Sveinn Óskar.

Hann segir að samstarf við bæjarstjórn Blönduós hafi verið mjög gott en verðið hafi sett strik í reikningin. Aðspurður segir hann jafnframt að stjórnvöld hafi dregist aftur úr í þróun. „Aðilar eins og Facebook og Google hafa þegar lent stórum samningum við Svía og í norðurhéröðum Svíþjóðar og Finnlands, þar hafa þessi fyrritæki staðsett sig," segir hann.

„Fjárfesting eins og var lagt í Danice, hún þurfti stóra fjárfestingu í gagnaveri, ekki litla og þær fjárfestingar sem nú hafa verið á Keflavíkurflugvelli og í Hafnarfirði það eru minni einingar og þær munu aldrei halda uppi Farice og borga af lánum Farice með góðu móti," bætir hann við

Sveinn Óskar vonar að stjórnvöld muni taka við sér og liðka fyrir þessum fjárfestingum. „Stundum opnast gluggar og svo lokast þeir, ég vona að þessi gagnavers gluggi muni opnast aftur en þá þarf að vera hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum að standa saman að lenda stórum samningum eins og þessi var en þessi gluggi er lokaður í dag," segir Sveinn Óskar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×