Viðskipti innlent

"Íslensk ferðaþjónusta hefur mikil sóknarfæri"

Skúli Mogensen fjárfestir, stærsti eigandi MP banka og Wow air flugfélagsins, segir að ferðaþjónustan á Íslandi hafi mikil sóknarfæri til framtíðar litið og er bjartsýnn á að umfang ferðaþjónustunnar í íslenska hagkerfinu muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum.

Skúli Mogensen fjárfestir er gestur í nýjasta þætti Klinksins, viðtalsþætti um viðskipti og efnahagsmál á Vísi.is. Skúli segir helstu tækifæri Íslands nú um stundir liggja í ferðaþjónustu, en hún hefur vaxið nokkuð ört síðustu árin. Útlit er fyrir að nálægt 700 þúsund erlendir ferðamenn muni koma hingað til lands á þessu ári, en stefnt er á að fjölga þeim í eina milljón á næstu árum.

Skúli segir Íslendinga vel geta horft til annarra landa þegar kemur að fyrirmyndum í ferðaþjónustu. Til dæmis hafi Skotar unnið gríðarlega gott starf á sviði ferðaþjónustu fyrir hjólreiðamenn.

Sjá má ítarlegt viðtal við Skúla með því að smella hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×