Deutsche þarf að afhenda gögn um fléttu Kaupþings banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2012 19:30 Deutsche Bank þarf samkvæmt úrskurði dómstóla í Bretlandi að afhenda gögn um hvað lá að baki viðskiptum tveggja aflandsfélaga, sem voru í eigu vildarviðskiptavina Kaupþings, með skuldabréf sem félögin keyptu af þýska bankanum. Gögnin gætu skipt sköpum fyrir rannsókn sérstaks saksóknara. Á árinu 2008 skapaði hækkun á svokölluðu skuldatryggingarálagi mikinn vanda fyrir Kaupþing banka. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að í upphafi árs hafi Kaupþing fengið Deutsche Bank sér til ráðgjafar um hvernig mætti hafa áhrif á skuldatryggingarálagið. Í miðju bankahruni lánaði Kaupþing fjórum aflandsfélögum alls 260 milljónir evra. Þessi félög lánuðu síðan áfram til tveggja félaga, Chesterfield United og Partridge Management Group til að kaupa skuldabréf tengd skuldatryggingaálagi Kaupþings. Chesterfield United var í eigu fjögurra vildarviðskiptavina Kaupþings, þeirra Kevin Stanford, Karenar Millen, milljarðamæringsins Tony Yerolemou og Skúla Þorvaldssonar. Partridge Management var í eigu Ólafs Ólafssonar. Peningarnir sem félögin fengu að láni voru síðan notaðir til að kaupa skuldabréf tengd skuldatryggingaálagi Kaupþings, svokölluð Credit Linked Notes, af Deutsche Bank með lánum frá Kaupþingi.Tvö ár síðan Hreiðar og Magnús voru hnepptir í gæsluvarðhald Viðskipti þessara tveggja félaga, sem skráð eru á Jómfrúreyjum, með skuldabréf tengd skuldatryggingarlálagi Kaupþings, eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Meðal annars voru þeir Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson hnepptir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina fyrir tæpum tveimur árum síðan. Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings hélt því fram í bréfi til vina og vandamanna að ráðist hafi verið í lánveitingar til félaganna í þeim tilgangi að kaupa þessi skuldabréf að tillögu Deutsche Bank. Þannig hafi hin meinta refsiverða háttsemi átt sér stað að tillögu bankans. Þetta varð tilefni þess að Serious Fraud Office í Bretlandi fór að rannsaka þátt þýska bankans í málinu. Félögin tvö, Chesterfield Uniterd og Partridge Management, eru nú í slitameðferð og höfðuðu slitastjórar þeirra, breskir lögmenn, mál gegn Deutsche Bank fyrir breskum dómstólum til að fá afhent gögn um umrædda ráðgjöf þýska bankans. Í úrskurði bresks dómstóls er vitnað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og það sem þar komi fram um ráðgjöf Deutsche Bank. Þá segir í úrskurðinum að það felist ekki ósanngjörn byrði í því fyrir Deutsche Bank að afhenda nauðsynleg gögn og upplýsingar um tildrög þess að aflandsfélögin réðust í umræddar fjárfestingar. Ætla má að umrædd gögn hafi mikla þýðingu í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði embætti sérstaks saksóknara ekki fengið upplýsingar um dómsúrskurðinn. Málið er enn í rannsókn þar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Deutsche Bank þarf samkvæmt úrskurði dómstóla í Bretlandi að afhenda gögn um hvað lá að baki viðskiptum tveggja aflandsfélaga, sem voru í eigu vildarviðskiptavina Kaupþings, með skuldabréf sem félögin keyptu af þýska bankanum. Gögnin gætu skipt sköpum fyrir rannsókn sérstaks saksóknara. Á árinu 2008 skapaði hækkun á svokölluðu skuldatryggingarálagi mikinn vanda fyrir Kaupþing banka. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að í upphafi árs hafi Kaupþing fengið Deutsche Bank sér til ráðgjafar um hvernig mætti hafa áhrif á skuldatryggingarálagið. Í miðju bankahruni lánaði Kaupþing fjórum aflandsfélögum alls 260 milljónir evra. Þessi félög lánuðu síðan áfram til tveggja félaga, Chesterfield United og Partridge Management Group til að kaupa skuldabréf tengd skuldatryggingaálagi Kaupþings. Chesterfield United var í eigu fjögurra vildarviðskiptavina Kaupþings, þeirra Kevin Stanford, Karenar Millen, milljarðamæringsins Tony Yerolemou og Skúla Þorvaldssonar. Partridge Management var í eigu Ólafs Ólafssonar. Peningarnir sem félögin fengu að láni voru síðan notaðir til að kaupa skuldabréf tengd skuldatryggingaálagi Kaupþings, svokölluð Credit Linked Notes, af Deutsche Bank með lánum frá Kaupþingi.Tvö ár síðan Hreiðar og Magnús voru hnepptir í gæsluvarðhald Viðskipti þessara tveggja félaga, sem skráð eru á Jómfrúreyjum, með skuldabréf tengd skuldatryggingarlálagi Kaupþings, eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Meðal annars voru þeir Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson hnepptir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina fyrir tæpum tveimur árum síðan. Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings hélt því fram í bréfi til vina og vandamanna að ráðist hafi verið í lánveitingar til félaganna í þeim tilgangi að kaupa þessi skuldabréf að tillögu Deutsche Bank. Þannig hafi hin meinta refsiverða háttsemi átt sér stað að tillögu bankans. Þetta varð tilefni þess að Serious Fraud Office í Bretlandi fór að rannsaka þátt þýska bankans í málinu. Félögin tvö, Chesterfield Uniterd og Partridge Management, eru nú í slitameðferð og höfðuðu slitastjórar þeirra, breskir lögmenn, mál gegn Deutsche Bank fyrir breskum dómstólum til að fá afhent gögn um umrædda ráðgjöf þýska bankans. Í úrskurði bresks dómstóls er vitnað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og það sem þar komi fram um ráðgjöf Deutsche Bank. Þá segir í úrskurðinum að það felist ekki ósanngjörn byrði í því fyrir Deutsche Bank að afhenda nauðsynleg gögn og upplýsingar um tildrög þess að aflandsfélögin réðust í umræddar fjárfestingar. Ætla má að umrædd gögn hafi mikla þýðingu í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði embætti sérstaks saksóknara ekki fengið upplýsingar um dómsúrskurðinn. Málið er enn í rannsókn þar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira