Viðskipti innlent

Olíufélögin lækka verð á bensíni og dísilolíu

Mynd/Vísir.
Olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítra um tvær krónur í gærkvöldi og dísillítrann um rúmar þrjár krónur.

Bensínlítrinn kostar nú rúmar 266 krónur og dísillítrinn rúmar 262. Dísilolían er því orðinn fjórum krónum ódýrari en bensínið , en ekki þarf að fara margar vikur aftur í tímann til að rifja upp að dísillolían var orðin tíu krónum dýrari en bensínið.

Samkvæmt þessari þróun er nú mun ódýrara að aka dísilbíl en bensínbíl, því auk þess að olían er orðin ódýrari en bensín, þá eyða dísilbílar færri lítrum á hundraðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×