Viðskipti innlent

AGS gagnrýnir seinagang hjá Umboðsmanni skuldara

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir í nýrri skýrslu um Íslands hversu hægt hefur gengið að leysa úr vandamálum skulda hjá Umboðsmanni skuldara, en einungis um 35 prósent umsókna til stofnunarinnar hefur verið lokið. Málin eru tímafrek og flókin, en vinnan er góðum rökspöl segir umboðsmaður.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir í nýjustu umfjöllun sinni um stöðu efnahagsmála á Íslandi, hversu illa hefur gengið hjá Umboðsmanni skuldara að vinna úr skuldamálum einstaklinga. Þannig hafa einungis 35 prósent umsókna um greiðsluaðlögun verið afgreiddar, að því er fram kemur í umfjöllunin sjóðsins um málefni skuldara.

Samtals hafa 3965 umsóknir borist umboðsmanni. Þar af eru 806 í vinnslu hjá umboðsmanni, 1849 hjá sérstökum umsjónarmönnum. 1310 málum er síðan lokið.

Af þeim hafa 302 mál verið afturkölluð af umsækjanda, 322 hefur verið synjað um heimild til greiðsluaðlögunar og 46 hefur verið lokið án samnings og 9 nauðasamningar hafa náðst.

Samtals hafa ríflega 631 samningi um greiðsluaðlögun verið formlega lokið.

Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, segir að verkefnin sem glímt sé við séu í eðlilegum farvegi, en stofnunin sé ung, sett á fót 1. ágúst 2010, og hafi glímt við erfiða stöðu í þessum málaflokki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×