Fleiri fréttir

Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í rúmar 100 milljónir

Vanskil hjá Félagsbústöðum stefna í að verða yfir 100 milljónir í ár eða 4 prósent af veltunni. Húsaleigan hækkar ársfjórðungslega í samræmi við vísitölu til verðtryggingar en húsaleigubæturnar hafa verið óbreyttar frá miðju ári 2008, að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Félagsbústaða.

Skatturinn vill allt að 1,8 milljarða greiðslu

Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurálagningin er vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Elsta málið nær aftur til þess þegar Landssíminn var einkavæddur fyrir rúmum sex árum.

Jafnmargir símar seldir og árið 2007

Síminn seldi jafnmarga síma fyrir jólin og það gerði árið 2007. Þá var meðalverð seldra síma hjá fyrirtækinu tvöfalt hærra en fyrir fjórum árum. Endurspeglar sú staðreynd aukna markaðshlutdeild snjallsíma en 67 prósent seldra síma fyrir jólin voru snjallsímar.

Olía hömstruð á gamlársdag

Steinolía kláraðist á sumum bensínstöðvum á gamlársdag þegar fjöldi fólk keypti hana í miklu magni. Eftir áramótin hækkaði steinolía um 39 prósent þegar á hana lagðist sama olíugjald og lagt er á bensín og dísilolíu, auk hækkunar á vöru- og kolefnagjöldum ríkisins. Sala á steinolíu hefur aukist síðustu ár eftir því sem fleiri nota hana til að knýja ökutæki sín, ýmist eintóma eða blandaða í dísilolíu. Mátti á gamlársdag sjá menn

Tugir þúsunda lögðu leið sína í Kringluna

Þetta hefur gengið mjög vel og mikil aðsókn verið, segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um fyrsta útsöludaginn sem var í dag. Aðspurður segir Sigurjón að ekki sé óvarlegt að ætla að um 30 þúsund manns hafi komið í Kringluna í dag, en endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en á morgun.

Vilja þrýsting á Ísland vegna makríldeilunnar

Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland.

Stóraukin sala á sólarlandaferðum

Sala á sólarlandaferðum hefur aukist verulega undanfarið og eru dæmi um að ferðaskrifstofur selji allt að helmingi fleiri ferðir nú en í fyrra. Kuldatíðin hefur sitt að segja.

Skattabreytingarnar farnar að hamla endurreisn efnahagslífsins

"Þetta eru það miklar breytingar að það er erfitt að henda reiður á þeim, jafnvel fyrir skattasérfræðinga,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Í samantekt Viðskiptaráðs er fullyrt að 100 breytingar hafi verið gerðar á skattkerfinu á undanförnum misserum, annað hvort með hærri sköttum eða nýjum sköttum. Finnur segir að það sé vel þess virði að fá Íslendinga til að velta því fyrir sér hvert umfang skattheimtu er orðið og auka skattavitund.

Tæplega 15% aukning léna

Uppsafnaður heildarfjöldi léna var í lok ársins rétt um 36 þúsund lén. Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329 lén voru afskráð á árinu. Nettófjölgunin reyndist því 4.574 lén, sem þýðir um 14,5% aukningu léna á nýliðnu ári.

Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum

Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í.

Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum

Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt.

Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu

Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum.

Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins

Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.

Árið 2012: Ár viðspyrnu, titrings og óvissu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt því fram í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis, að það væri ekki hægt að "afneita“ efnahagsbatanum sem þegar væri orðinn. Hann væri einfaldlega staðreynd. En betur má ef duga skal.

Styrkir ESB á við tekjur ríkissjóðs

Evrópusambandið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011.

Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin

Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar.

Jón Gunnar nýr forstjóri Bankasýslunnar

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Jón Gunnar Jónsson sem nýjan forstjóra Bankasýslunnar. Ný stjórn var skipuð af fjármálaráðherra 3. nóvember síðastliðinn og var starfið síðan auglýst laust til umsóknar 9 dögum síðar. Sautján umsóknir bárust en fjórir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Landsvirkjun skrifaði undir 10,5 milljarða lán

Landsvirkjun skrifaði í dag undir 10,5 milljarða sambankalán í íslenskum krónum til þriggja ára. Lánið er veltilán og getur fyrirtækið dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Lánið er með framlengingarheimild til tveggja ára og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. Það voru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sem sáu um lántökuna.

Útgjöld til almannatrygginga jukust um tæpa 13 milljarða

Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna í ár miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga.

Verulegur samdráttur í veltu

Um 17,4% samdráttur varð í matvöruverslun og verslun í stórmörkuðum í desember miðað við sama mánuð í fyrra, sé horft til kreditkortaveltu. Þetta kemur fram í tölum Valitors Hins vegar varð um tólf prósent aukning í nóvembermánuði miðað við sama mánuð í fyrra.

Toyota flytur í Garðabæ

Ákveðið hefur verið að Toyota flytji starfsemi sína af Nýbýlavegi í Kópavogi og öðrum starfsstöðvum sínum í Kauptún í Garðabæ þar sem BYKO var áður til húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun. Þar með verður öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak. Toyota verður með notaða bíla til sýnis og sölu á tveimur stöðum, bæði í Kauptúni og á Kletthálsi eins og verið hefur til þessa.

Erfitt ár að renna sitt skeið á enda

Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu.

Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf

Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans.

Samherji í viðræðum um kaup á Olís

Samherji er í miðjum samningaviðræðum um að kaupa stóran hlut í Olís í samstarfi við aðra fjárfesta. Þetta staðfestir forstjóri Samherja.

Seldu jafn mikið af símum og árið 2007

Snjallsímar voru mestseldu símarnir hjá Símanum fyrir þessi jól eða 67% allra seldra tækja. Þegar fjöldi seldra síma er skoðaður samanborið við síðust ár kemur í ljós að jafnmargir símar seldust nú og árið 2007 og ennfremur var meðalverð þeirra síma sem seldust mest fyrir þessi jól u.þ.b. tvöfalt hærra miðað við árið 2007, að því er greint er frá í tilkynningu frá Símanum.

Samherji fær verðlaun

Samherji hf. hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2011. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í hádeginu að því er fram kemur í tilkynningu en það var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin.

Skúli er viðskiptamaður ársins

Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskiptamaður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins.

Veltan svipuð og árið 2008

Um 6.600 kaupsamningum var þinglýst í ár á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 26 milljónir króna. Til samanburðar má sjá að í fyrra var veltan tæplega 119 milljarðar, kaupsamningar rúmlega 4.700 og meðalupphæð hvers samnings um 25,2 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 45% frá því í fyrra og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta í ár er á landsvísu svipuð og árið 2008.

Express flýgur til tveggja flugvalla í Lundúnum

Iceland Express mun fljúga til tveggja flugvalla í London næsta sumar. Auk daglegs flugs til Gatwick flugvallar verður nú á nýjan leik flogið til Stansted flugvallar, sem var aðalflugvöllur félagsins í London fram í maí 2009.

Samherji veitti tugmilljóna styrki

Útgerðarfyrirtækið Samherji tilkynnti í gær að það myndi styrkja barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar um 12 milljónir króna og barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs um samsvarandi upphæð.

Kaup Búvalla í Högum eru viðskipti ársins

Viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins eru kaup Búvalla á 44% hlut í Högum. Niðurstaðan var mjög afgerandi og viðskiptin fengu langflest atkvæði. Í febrúar 2011 var tilkynnt að Arion banki hefði selt 34% hlut í smásölurisanum Högum til hóps sem kallaðist Búvellir slhf. Það var Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sem kom hópnum saman til að kaupa hlutinn af bankanum. Sigþór Jónsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, var lykilmaður í því ferli.

Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum

Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember.

Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn

"Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin.

Sérstaða NBA-deildarinnar

Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit.

Sjá næstu 50 fréttir