Viðskipti innlent

Landsvirkjun skrifaði undir 10,5 milljarða lán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. mynd/ gva.
Landsvirkjun skrifaði í dag undir 10,5 milljarða sambankalán í íslenskum krónum til þriggja ára. Lánið er veltilán og getur fyrirtækið dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Lánið er með framlengingarheimild til tveggja ára og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. Það voru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn sem sáu um lántökuna.

Sambankalánið er viðbót við annað sambankalán að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala sem tilkynnt var um á þriðjudaginn. Markmið lántakanna er að Landsvirkjun hafi ávallt tryggan aðgang að fyrirvaralausri fjármögnun ef hefðbundnar fjármögnunarleiðir lokast tímabundið. Með lántökunum hefur Landsvirkjun þannig samtals tryggt sér fjármögnun að jafnvirði um 35 milljarða króna til allt að 5 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×