Viðskipti innlent

Samherji veitti tugmilljóna styrki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Útgerðarfyrirtækið Samherji tilkynnti í gær að það myndi styrkja barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar um 12 milljónir króna og barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs um samsvarandi upphæð.

Þetta var tilkynnt í móttöku sem Samherji boðaði til í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna.

Heildarverðmæti styrkja sem Samherji veitir að þessu sinni nemur 75 milljónum króna, en KA og Þór fengu langhæstu styrkina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×