Viðskipti innlent

Olía hömstruð á gamlársdag

Olíuhamstur Víða mátti sjá steinolíu hamstraða á gamlársdag áður en á hana lagðist olíugjald.
Olíuhamstur Víða mátti sjá steinolíu hamstraða á gamlársdag áður en á hana lagðist olíugjald.
Steinolía kláraðist á sumum bensínstöðvum á gamlársdag þegar fjöldi fólk keypti hana í miklu magni. Eftir áramótin hækkaði steinolía um 39 prósent þegar á hana lagðist sama olíugjald og lagt er á bensín og dísilolíu, auk hækkunar á vöru- og kolefnagjöldum ríkisins.

Sala á steinolíu hefur aukist síðustu ár eftir því sem fleiri nota hana til að knýja ökutæki sín, ýmist eintóma eða blandaða í dísilolíu. Mátti á gamlársdag sjá menn fylla á stóra jeppa sína og nokkrir mættu á bensínstöðvar með olíutunnur til að fylla á.

Steinolíu til húshitunar er hægt að kaupa á sama verði og litaða dísilolíu. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×