Viðskipti innlent

Óraunhæft að afnema gjaldeyrishöftin vegna krónunnar

Sérfræðingar velta því fyrir sér hversu raunhæft það er að afnema gjaldeyrishöftin við núverandi aðstæður.

Það er veik staða krónunnar um þessar mundir sem veldur þessum vangaveltum en gengi hennar féll um tæp 4,5% á síðasta ári. Fjallað er um málið í Markaðsfréttum Íslenskra verðabréfa en þar segir að sennilega verði krónan áfram veik.

Það sem vegur þungt eru þeir fjármunir sem fastir eru hér innanlands sem og óvissa um árangur af afnámi gjaldeyrishaftanna. Einnig er óvissa enn mikil hvað varðar fjárfrekar framkvæmdir innanlands en verulegt innflæði vegna þeirra skiptir miklu máli samhliða afnámi haftanna.

Því má velta fyrir sér hversu raunhæft sé að afnema höftin miðað við núverandi aðstæður í hagkerfinu, þ.e. miklar eignir erlendra aðila og uppsafnaða þörf innlendra aðila á fjárfestingum erlendis.

Sífellt fleiri telja að afnámið sé óraunhæft á meðan krónan er gjaldmiðill landsins og án breytinga á því verði nokkuð ströng gjaldeyrishöft hér á landi í lengri tíma en áður hefur verið talið, að því er segir í Markaðsfréttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×