Viðskipti innlent

Skúli er viðskiptamaður ársins

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskiptamaður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins.

Í veglegri áramótaútgáfu Markaðarins sem fylgir Fréttablaðinu í dag er einnig að finna niðurstöður dómnefndarinnar um bestu og verstu/umdeildustu viðskipti ársins, umfjöllun um upprisu íslensks hlutabréfa markaðar og yfirlit yfir helstu efnahagsfréttir ársins af erlendum vettvangi. Skúli var mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi á árinu sem er að líða. Hann leiddi meðal annars hóp sem eignaðist MP banka, stofnaði lággjaldaflugfélagið WOW Air og er stærsti hluthafi í einu verksmiðjunni í heiminum sem framleiðir eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri.

Ítarlega er fjallað um viðskipti Títans og rætt við Skúla í Markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×