Viðskipti innlent

Útgjöld til almannatrygginga jukust um tæpa 13 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra, í það minnsta til morguns.
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra, í það minnsta til morguns. mynd/ gva.
Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna í ár miðað við árið á undan, eða um 23% og námu heildaútgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga.

Velferðarráðuneytið segir að skýringar á auknum útgjöldum séu þríþættar. Í fyrsta lagi hafi stjórnvöld ákveðið að hækka bætur lífeyrisþega í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í vor og útgjöld vegna þess hafi numið rúmum sex milljörðum króna. Í því hafi falist hækkun bóta um 8,1% og 50 þúsund króna eingreiðsla til lífeyrisþega í júní síðastliðnum, auk sérstaks álags sem bættist á orlofs- og desemberuppbót lífeyrisþega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×