Vilja þrýsting á Ísland vegna makríldeilunnar 2. janúar 2012 20:13 Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. Hinn 24.-27. janúar næstkomandi er áformaður næsti fundur um makrílveiðar í Bergen í Noregi. Framkvæmdastjórn ESB og Norðmenn hafa krafist þess að Íslendingar veiði mun minna af makríl, en makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu um 25 milljörðum króna í tekjur á síðasta ári, eins og greint var frá laust fyrir áramót. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú með í undirbúningi lagasetningu sem heimilar henni að grípa til viðskiptaþvingana gegn ríkjum sem veiða ólöglega. Ísland leyfir ekki löndun hér á landi úr erlendum skipum sem veiða utan landhelginnar úr stofnum sem ekki er samkomulag um að veiða, þ.e teljast ólöglegar. Væntanleg tilskipun ESB um þvinganir vegna ólöglegra veiða mun meðal annars ná utan um makrílveiðarnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að slíkri tilskipun verði ekki hægt að beita gegn Íslendingum vegna stöðu okkar innan EES og aðild okkar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Á fundinum í Bergen verður rætt um hlutdeild í makrílstofnum, en á síðasta fundi á Írlandi var gerð sú krafa að hlutdeild Íslendinga í stofninum yrði 5 - 6,5 prósent en í dag veiða Íslendingar 16-17 prósent af þeim 800-900 þúsund tonnum sem veidd eru á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er litið svo á af hálfu Íslendinga að litlar líkur séu á því að samkomulag náist á fundinum í Bergen. Í raun sé það bara formsatriði að mæta á fundinn því lítill tilgangur sé með honum fyrst engin teikn séu á lofti um að Norðmenn og ESB víki frá kröfum sínum eða dragi úr þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Skotar og Írar gert þá kröfu óformlega að framkvæmdastjórn ESB beiti sér í aðildarviðræðum við Ísland, og mögulega stöðvi þær, ef Ísland heldur áfram að virða að vettugi kröfur Norðmanna og ESB um minni hlutdeild í makrílstofninum, en þetta hafa íslenskir embættismenn fengið upplýsingar um eftir óformlegum leiðum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. Hinn 24.-27. janúar næstkomandi er áformaður næsti fundur um makrílveiðar í Bergen í Noregi. Framkvæmdastjórn ESB og Norðmenn hafa krafist þess að Íslendingar veiði mun minna af makríl, en makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu um 25 milljörðum króna í tekjur á síðasta ári, eins og greint var frá laust fyrir áramót. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú með í undirbúningi lagasetningu sem heimilar henni að grípa til viðskiptaþvingana gegn ríkjum sem veiða ólöglega. Ísland leyfir ekki löndun hér á landi úr erlendum skipum sem veiða utan landhelginnar úr stofnum sem ekki er samkomulag um að veiða, þ.e teljast ólöglegar. Væntanleg tilskipun ESB um þvinganir vegna ólöglegra veiða mun meðal annars ná utan um makrílveiðarnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að slíkri tilskipun verði ekki hægt að beita gegn Íslendingum vegna stöðu okkar innan EES og aðild okkar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Á fundinum í Bergen verður rætt um hlutdeild í makrílstofnum, en á síðasta fundi á Írlandi var gerð sú krafa að hlutdeild Íslendinga í stofninum yrði 5 - 6,5 prósent en í dag veiða Íslendingar 16-17 prósent af þeim 800-900 þúsund tonnum sem veidd eru á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er litið svo á af hálfu Íslendinga að litlar líkur séu á því að samkomulag náist á fundinum í Bergen. Í raun sé það bara formsatriði að mæta á fundinn því lítill tilgangur sé með honum fyrst engin teikn séu á lofti um að Norðmenn og ESB víki frá kröfum sínum eða dragi úr þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Skotar og Írar gert þá kröfu óformlega að framkvæmdastjórn ESB beiti sér í aðildarviðræðum við Ísland, og mögulega stöðvi þær, ef Ísland heldur áfram að virða að vettugi kröfur Norðmanna og ESB um minni hlutdeild í makrílstofninum, en þetta hafa íslenskir embættismenn fengið upplýsingar um eftir óformlegum leiðum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira