Bréf í Högum upp um 18,1% 17. desember 2011 02:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hringdu bjöllu Kauphallarinnar í gærmorgun þegar bréf í Högum voru tekin til viðskipta. Um er að ræða fyrstu nýskráningu eftir bankahrun. Fréttablaðið/GVA Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna. Þrjú þúsund fjárfestar keyptu 30% hlut í Högum á genginu 13,5 í útboði sem lauk fyrir rúmri viku. Fjárfestarnir greiddu samtals 4,9 milljarða króna fyrir. Virði þess hlutar er nú 5,8 milljarðar króna. Annar hópur fjárfesta hefur einnig þegar ávaxtað eignarhlut sinn. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34% hlut í Högum til Búvalla slhf. á genginu 10. Hópurinn fékk auk þess forkaupsrétt á 10% eignarhlut til viðbótar á genginu 11. Samtals greiddu Búvellir því um 5,4 milljarða króna fyrir þennan 44% hlut í Högum. Virði þessa hlutar, miðað við lokagengi viðskipta í gær, er rúmlega 8,5 milljarðar króna. Því hefur virði hans aukist um 3,2 milljarða króna, eða um 57%. Þá eru ótaldir fimm stjórnendur Haga sem fengu 1,4% hlut í félaginu endurgjaldslaust frá Arion banka fyrr á þessu ári. Virði hlutarins var 170 milljónir króna miðað við gengið 10. Virði hans miðað við lokagengi gærdagsins er 271,2 milljónir króna, og hefur því aukist um 100 milljónir króna á nokkrum mánuðum. Mun meiri eftirspurn er eftir bréfum í Högum en framboð. Það kom bersýnilega fram í útboðinu í síðustu viku þegar eftirspurnin var áttföld. Arion banki á 21,7% hlut sem geymdur er inni í dótturfélaginu Eignabjargi. Bankinn og Búvellir gerðu hins vegar með sér samkomulag um gagnkvæmar söluhömlur sem gilda út febrúar 2012. Þær hömlur ná til 19% hlutar í eigu bankans og 12% hlutar í eigu Búvalla. Því getur bankinn sett lítið magn af bréfum út á markaðinn sem stendur. Arion þarf að selja allan hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi að kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME). Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það ánægjulegt að viðskipti með bréf í Högum hafi verið jafn virk og raun bar vitni. „Þetta voru viðskipti með tæplega 530 milljónir króna. Það er fáheyrð upphæð í seinni tíð og það sýnir að áhugi á viðskiptum á markaði er að kvikna aftur.“ Tilkynnt hefur verið um að Horn fjárfestingafélag, í eigu Landsbanka Íslands, sé í skráningarferli og stefni á skráningu snemma á næsta ári. Páll vill ekki nefna neinar dagsetningar í þeim efnum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna. Þrjú þúsund fjárfestar keyptu 30% hlut í Högum á genginu 13,5 í útboði sem lauk fyrir rúmri viku. Fjárfestarnir greiddu samtals 4,9 milljarða króna fyrir. Virði þess hlutar er nú 5,8 milljarðar króna. Annar hópur fjárfesta hefur einnig þegar ávaxtað eignarhlut sinn. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34% hlut í Högum til Búvalla slhf. á genginu 10. Hópurinn fékk auk þess forkaupsrétt á 10% eignarhlut til viðbótar á genginu 11. Samtals greiddu Búvellir því um 5,4 milljarða króna fyrir þennan 44% hlut í Högum. Virði þessa hlutar, miðað við lokagengi viðskipta í gær, er rúmlega 8,5 milljarðar króna. Því hefur virði hans aukist um 3,2 milljarða króna, eða um 57%. Þá eru ótaldir fimm stjórnendur Haga sem fengu 1,4% hlut í félaginu endurgjaldslaust frá Arion banka fyrr á þessu ári. Virði hlutarins var 170 milljónir króna miðað við gengið 10. Virði hans miðað við lokagengi gærdagsins er 271,2 milljónir króna, og hefur því aukist um 100 milljónir króna á nokkrum mánuðum. Mun meiri eftirspurn er eftir bréfum í Högum en framboð. Það kom bersýnilega fram í útboðinu í síðustu viku þegar eftirspurnin var áttföld. Arion banki á 21,7% hlut sem geymdur er inni í dótturfélaginu Eignabjargi. Bankinn og Búvellir gerðu hins vegar með sér samkomulag um gagnkvæmar söluhömlur sem gilda út febrúar 2012. Þær hömlur ná til 19% hlutar í eigu bankans og 12% hlutar í eigu Búvalla. Því getur bankinn sett lítið magn af bréfum út á markaðinn sem stendur. Arion þarf að selja allan hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi að kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME). Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það ánægjulegt að viðskipti með bréf í Högum hafi verið jafn virk og raun bar vitni. „Þetta voru viðskipti með tæplega 530 milljónir króna. Það er fáheyrð upphæð í seinni tíð og það sýnir að áhugi á viðskiptum á markaði er að kvikna aftur.“ Tilkynnt hefur verið um að Horn fjárfestingafélag, í eigu Landsbanka Íslands, sé í skráningarferli og stefni á skráningu snemma á næsta ári. Páll vill ekki nefna neinar dagsetningar í þeim efnum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira