Fleiri fréttir

Keflavíkurflugvöllur í 16. sæti

Keflavíkurflugvöllur er í sextánda sæti yfir ódýrústu langtímabílastæði á flugvöllum í Evrópu. Þetta kemur fram á vefnum alltumflug.is. Vefurinn gerði könnun og verðsamanburð á stærstu flugvöllum í Evrópu ef bíll er geymdur í eina viku.

Spáir 5,7% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi 2012

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði um 5,7% að jafnaði. Verðbólgan muni síðan lækka jafnt og þétt eftir því sem líður á árið.

Jólamaturinn yfirleitt ódýrastur í Bónus

Bónus var með lægsta verðið í 42 af 72 tilvikum þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamat í 7 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Kannað var verð á algengum matvörum sem verða á borðum landsmanna yfir jólahátíðina.

Allt um Timeline

Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.

Seldu fjarskiptabúnað ríkisins

Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár.

Viðskipti með hlutabréf í Högum hefjast í Kauphöllinni í dag

Kauphöllin tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Haga hf. á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Hagar flokkast sem lítið félag innan nauðsynjavörugeirans. Hagar eru fjórtánda félagið sem skráð er á aðalmarkað innan NASDAQ OMX Europe á árinu 2011 en fyrsta félagið sem skráð er í Kauphöllinni síðan frá hruni 2008.

Moody´s staðfestir lánshæfiseinkunn ÍLS

Matsfyrirtækið Moody´s hefur staðfest lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem Baa3 eða lægsta stig fjárfestingarflokks, en með neikvæðum horfum.

Sigurður og Jón Pálmasynir opna IKEA verslun í Litháen

Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir ætla að opna fyrstu IKEA verslunina í Eystrasaltslöndunum en verslunin verður staðsett í Litháen. Bræðurnir eiga fyrir rekstrarfélagið sem rekur IKEA verslunina á Íslandi.

Grænar tölur á mörkuðum og evran styrkist

Grænar tölur voru á öllum mörkuðum í gærkvöldi og nótt. Bandarískir fjárfestar létu skuldakreppuna á evrusvæðinu ekki hafa áhrif á sig í gærkvöldi en horfðu frekar á nokkrar lykiltölur úr bandaríska hagkerfinu sem voru jákvæðri en áætlað hafði verið.

Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar

Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin.

Vísar frétt Financial Times á bug

Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Kolbeinn Marteinsson, segir það ekki rétt sem fram kemur í Financial Times í dag, að ráðuneytið hafi sett sig í samband við kínverska fjárfestinn, Huang Nubo, um að fara með einhverjum hætti framhjá niðurstöðu innanríkisráðherra, sem neitaði að gefa fyrirtæki Nubos undanþágu um að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum.

Adele "skipti máli" að mati Time

Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Svona færðu nýja Facebook

Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Segir Breta eiga að lækka á undan Frakklandi

Það ætti að lækka lánshæfi Bretlands á undan Frakklandi, segir Christian Noyer, bankastjóri seðlabankans í Frakklandi. Hann segir að ákvörðun Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, um að standa fyrir utan samkomulag Evrópusambandsþjóða um aðgerðir til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, þýða að lánshæfi Bretlands ætti að lækka á undan Frakklandi.

Hæstiréttur segir að Magnús og Kevin þurfi að borga

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, og er því gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða. Þá voru Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Hundruð nýrra íbúða munu rísa

Um 300 nýjar íbúðir eru í byggingu á bestu stöðum í Reykjavík og á bilinu 3-500 gætu farið í byggingu á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Borgin samþykkti húsnæðisstefnu í haust og hefur verið að gera úttektir á því hvernig borgin getur tekið þátt í því að byggja upp fjölbreyttara húsnæðiskerfi, einkum með leiguíbúðum. Formaður borgarráðs, Dagur Eggertsson, segir mikilvægt að hafa gott úrval leiguíbúða því óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að ung fólk muni skuldsetja sig upp í rjáfur í framtíðinni vegna fasteignakaupa.

Allt að 30 félög vilja á markað

Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár.

Google birtir vinsælustu leitarefnin

Tölvufyrirtækið Google hefur birt árlegan lista sinn yfir vinsælustu leitarefni Breta. Leitarefnin eru af ýmsum toga og gefa vísbendingar um tíðaranda Bretlands.

Afnám gjaldeyrishafta á einu ári

Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi.

Líklegt að erlendir lögmenn haldi uppi vörnum hjá EFTA dómstólnum

Líklegt þykir að erlendir lögfræðingar verði fengnir til að halda uppi vörnum fyrir Ísland í Icesave málinu þegar kemur fyrir EFTA dómstólinn. Utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulegt forsvar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í gær að vísa Icesave deilunni til EFTA dómstólsins vegna meinra brota Íslands á tilskipun um innstæðutryggingar.

Kortaveltan eykst milli ára í nóvember

Heildarvelta debetkorta í nóvember síðastliðnum var 31,6 milljarðar kr. sem er 0,5% aukning frá fyrra mánuði en 3,1% aukning miðað við nóvember í fyrra.

Þekktur danskur lögmaður ákærður fyrir peningaþvætti

Hinn rúmlega sextugi danski lögmaður Jeffery Galmond hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir peningaþvætti. Upphæðin sem um ræðir samsvarar 17 milljörðum króna en þetta fé vaskaði Galmond fyrir Leonid Reiman fyrrum símamálaráðherra Rússlands í gegnum ýmis skúffufyrirtæki víða um heiminn.

Sala áfengis jókst milli ára í nóvember

Sala áfengis jókst um 1,7% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlag Verð á áfengi var 3,8% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Landið troðfullt af íslenskum krónum

Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis.

Feitir jólabónusar til landverkafólks útgerða

Landverkafólk útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði og dótturfélaga þess, fær 260 þúsund krónur í jólabónus í dag. Þetta er umfram umsamin jólabónus samkvæmt kjarasamningum.

Menntaskólanemi hagnast á smjörkreppunni í Noregi

Átján ára menntaskólanemi í Noregi hefur hagnast vel á smjörkreppunni sem ríkir í Noregi. Honum hefur tekist að selja smör á netinu fyrir sem samsvarar 5.000 norskum krónum eða um 100.000 krónum á kílóið.

Heimsmarkaðsverð á olíu snarlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað á síðustu dögum eða um allt að 5%. Þannig hefur Brent olían lækkað úr tæpum 110 dollurum á tunnuna og niður í tæpa 105 dollara og bandaríska léttolían hefur lækkað úr 100 dollurum á tunnuna og niður í 95 dollara.

Landsbankinn blekkti FME

Stjórnendur Landsbankans gáfu Fjármálaeftirlitinu í að minnsta kosti tvígang rangar upplýsingar um eign bankans í eigin bréfum. Þetta kom fram í úttekt Kastljóss í kvöld á hruni bankanna. Þar kom fram að Landsbankinn keypti eigin bréf fyrir tugi milljarða síðustu mánuðina fyrir fall hans.

Eimskip siglir á markað

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf., hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á markað seinni hluta ársins 2012. Í tilkynningu frá félaginu kemdur Óskað verður eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland og stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni á seinni hluta ársins 2012.

Ólafur hefur áhyggjur af siðferðisvanda stjórnvalda

"Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því að þetta mál lendi í höndum stjórnmálamanna sem hafi mikinn siðferðisvanda í málinu," segir Ólafur Elíasson, sem var hluti af InDefence hópnum. Hópurinn barðist gegn fyrstu nauðungarsamningunum í málinu og stóð fyrir undirskriftasöfnun um að þjóðin hafnaði þeim.

Verðum líklega beitt pólitískum þrýstingi ef við töpum

Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs.

Seðlabankastjóri býst ekki við miklum áhrifum af ákvörðun ESA

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að flest bendi til þess að ákvörðun ESA, Eftirlitsstofunar EFTA, um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum, muni hafa tiltölulega lítil efnahagsleg áhrif fyrir Íslendinga. Fyrir því séu fyrst og fremst tvær ástæður.

Engir innistæðueigendur sitja eftir í sárum

Innistæðueigendur, sem höfðu lagt inn á Icesave reikningana, hafa þegar fengið peningana sína greidda til baka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu á þingfundi í morgun. Eins og kunnugt er hefur ESA, Eftirlitsdómstóll EFTA, ákveðið að stefna Íslandi vegna Icesave reikninganna.

Amazon svarar gagnrýni

Uppfærsla á stýrikerfi Kindle Fire, einum helsta keppinauti spjaldtölvunnar iPad, er væntanleg. Talsmaður vefverslunarinnar Amazon staðfesti þetta í dag en spjaldtölvan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna.

Niðurstaðan kemur Steingrími ekki á óvart

"Það er ekki hægt að segja að það sem orðið hefur í dag komi á óvart,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í dag um ákvörðun ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum.

Fjárhagsáhætta Íslendinga takmörkuð

Fjárhagsahætta Íslendinga í Icesavemálinu er mjög takmörkuð, öfugt við það sem áður var, sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Hann benti á að Hæstiréttur hafi kveðið á um það að allir innistæðueigendur njóti forgangs á kröfur í þrotabú Landsbankans.

Íslendingar verða að þétta vörnina

"Þetta er ekkert sem kemur á óvart í sjálfu sér. Nú er bara að þétta vörnina," segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins. Hann segir að ákvörðunin sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, tilkynnti í morgun um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum sé endapunktur á málsmeðferð sem sé búin að vera í gangi hjá ESA síðan í maí í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir