Viðskipti innlent

Landsbankinn hefur áhuga á útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt

Landsbankinn hefur bættst í hóp Íslandsbanka og Arion banka hvað varðar áhuga á útgáfu á skuldabréfum í erlendum myntum. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem rætt er við Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans um málið.

Steinþór segir að forgangsmál bankans í augnablikinu sé að útvega sér lánshæfiseinkunn og að stefnt sé að því að slík einkunn liggi fyrir innan eins til tveggja ára.

Hvað varðar áhuga á skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt segir Steinþór að bankinn sé ekki í þörf fyrir endurfjármögnun erlendis á næstunni. Hinsvegar hafi bankinn áhuga á að endurfjármagna erlendar skuldir sínar árið 2014 eða 2015.

Á Bloomberg kemur fram að bankinn skuldi 2,1 milljarð evra í erlendri mynt og að sú skuld sé á gjalddaga árið 2018. Hér er um skuldabréfið að ræða sem ríkissjóður gaf út þegar nýi Landsbankinn var stofnaður eftir gjaldþrot þess gamla.

Kristján Kristjánsson fjölmiðlafulltrúi Landsbankans segir hinsvegar að innlend skuldabréfaútgáfa bankans sé til athugunar og undirbúningur hennar hafinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×