Fleiri fréttir

Afli Færeyinga við Ísland 19 þúsund tonn í fyrra

Afli erlendra ríkja við Ísland var rúm 19 þúsund tonn árið 2010 miðað við tæp 11 þúsund tonn 2009. Færeyingar stunduðu einar þjóða veiðar hér við land á síðasta ári og mest var veitt af loðnu eða rúm 7 þúsund tonn.

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka sem bendir til að fjárfestar telji að skuldakreppan á evrusvæðinu muni bíta í á öðrum hagsvæðum heimsins. Auk þess bendir margt til að kínverska hagkerfið sé einnig að kólna hratt.

Bygma er að ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni

Danska byggingavörukeðjan Bygma A/S mun ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni í byrjun þessarar viku. Heimildir Fréttablaðsins herma að náðst hafi samkomulag milli Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) og dönsku kaupendanna um þá niðurstöðu.

Ísland hagnast verulega á aðild Rússa að WTO

Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni sem samþykkt var í gær mun að öllum líkindum hafa afar góð áhrif á viðskiptaskilyrði Íslendinga og Rússa, en heildarútflutningur til landsins nam um 11,6 milljörðum króna á síðasta ári.

Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun

Efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess.

Iceland Express stundvísari en Icelandair

Fleiri brottfarir Iceland Express fóru í loftið á réttum tíma en hjá Icelandair á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar þess fyrrnefnda héldu þó aðeins í innan við þriðjungi tilfella samkvæmt frétt sem birtist á vef Túristans.

Tímamót í heimsviðskiptum - Rússland orðið hluti af WTO

Í gær var aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) samþykkt af aðildarríkjum stofnunarinnar á áttunda ráðherrafundi stofnunarinnar í Genf sem lýkur í dag. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, var viðstaddur undirritunina en hann hefur síðustu átta ár verið formaður í sérstökum vinnuhópi Rússlands og aðildarríkja WTO og stýrði aðildarviðræðunum til loka.

Þarf að auka traust á efnahagslífinu

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segist fagna málefnalegu innleggi Viðskiptaráðs í umræðuna um afnám gjaldeyrishafta en tillögur sérfræðingahóps ráðsins um hvernig afnema megi höftin á einu ári voru kynntar í gær.

Landsbankinn fellir niður lán stofnfjáreigenda

Landsbankinn mun fella niður flest þau lán sem veitt voru til ríflega 500 einstaklinga og 30 lögaðila við stofnfjáraukningu í Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga árið 2007.

Bréf í Högum upp um 18,1%

Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna.

Amer Sports kaupir Nikita

Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni.

Samningar um þriðja kísilverið langt komnir

Fyrirtækið Thorsil hefur sótt um lóð á Bakka undir kísilver og er langt komið með orkusamning við Landsvirkjun. Þetta er þriðja verksmiðjan af þessu tagi sem nú er í farvatninu hérlendis og gæti skapað 360 framtíðarstörf á Norðurlandi.

Hafa áhyggjur af ungverska seðlabankanum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru hætt óformlegum viðræðum um björgunarpakka fyrir Ungverjaland sem voru farnar af stað. Ungverjaland hefur óskað eftir 15-20 milljarða evra lánalínum ef landið lenti í greiðsluerfiðleikum. Framkvæmdastjórar Evrópusambandsins segja hins vegar að ný lög sem voru samþykkt um Seðlabankann í Ungverjalandi takmarki mjög sjálfstæði hans og við það verði ekki unað.

Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa

Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007.

Gríðarlegur áhugi á Högum

Áhugi fjárfesta á að eignast hlut í Högum virðist vera gríðarlegur. Gengið hefur hækkað snarlega frá því að bréfin voru skráð í Kauphöll Íslands í morgun. Bréfin voru seld á 13,5 á hlut fyrr í desember gengi þeirra hefur verið í um sextán krónum það sem af er degi.

Ætla að skapa allt að 1500 störf

Til stendur að ráðast í mikið átak í byrjun næsta árs sem á að tryggja allt að 1500 atvinnuleitendum störf eða starfstengd úrræði. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins standa að átakinu, sem ber yfirskriftina „TIL VINNU". Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni skapa um helming þeirra starfa sem verða til með átakinu, en fyrirtæki á almennum markaði hinn helminginn.

Keflavíkurflugvöllur í 16. sæti

Keflavíkurflugvöllur er í sextánda sæti yfir ódýrústu langtímabílastæði á flugvöllum í Evrópu. Þetta kemur fram á vefnum alltumflug.is. Vefurinn gerði könnun og verðsamanburð á stærstu flugvöllum í Evrópu ef bíll er geymdur í eina viku.

Spáir 5,7% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi 2012

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði um 5,7% að jafnaði. Verðbólgan muni síðan lækka jafnt og þétt eftir því sem líður á árið.

Jólamaturinn yfirleitt ódýrastur í Bónus

Bónus var með lægsta verðið í 42 af 72 tilvikum þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamat í 7 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Kannað var verð á algengum matvörum sem verða á borðum landsmanna yfir jólahátíðina.

Allt um Timeline

Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.

Seldu fjarskiptabúnað ríkisins

Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár.

Viðskipti með hlutabréf í Högum hefjast í Kauphöllinni í dag

Kauphöllin tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Haga hf. á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Hagar flokkast sem lítið félag innan nauðsynjavörugeirans. Hagar eru fjórtánda félagið sem skráð er á aðalmarkað innan NASDAQ OMX Europe á árinu 2011 en fyrsta félagið sem skráð er í Kauphöllinni síðan frá hruni 2008.

Moody´s staðfestir lánshæfiseinkunn ÍLS

Matsfyrirtækið Moody´s hefur staðfest lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem Baa3 eða lægsta stig fjárfestingarflokks, en með neikvæðum horfum.

Sigurður og Jón Pálmasynir opna IKEA verslun í Litháen

Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir ætla að opna fyrstu IKEA verslunina í Eystrasaltslöndunum en verslunin verður staðsett í Litháen. Bræðurnir eiga fyrir rekstrarfélagið sem rekur IKEA verslunina á Íslandi.

Grænar tölur á mörkuðum og evran styrkist

Grænar tölur voru á öllum mörkuðum í gærkvöldi og nótt. Bandarískir fjárfestar létu skuldakreppuna á evrusvæðinu ekki hafa áhrif á sig í gærkvöldi en horfðu frekar á nokkrar lykiltölur úr bandaríska hagkerfinu sem voru jákvæðri en áætlað hafði verið.

Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar

Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin.

Vísar frétt Financial Times á bug

Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Kolbeinn Marteinsson, segir það ekki rétt sem fram kemur í Financial Times í dag, að ráðuneytið hafi sett sig í samband við kínverska fjárfestinn, Huang Nubo, um að fara með einhverjum hætti framhjá niðurstöðu innanríkisráðherra, sem neitaði að gefa fyrirtæki Nubos undanþágu um að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum.

Adele "skipti máli" að mati Time

Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Svona færðu nýja Facebook

Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Segir Breta eiga að lækka á undan Frakklandi

Það ætti að lækka lánshæfi Bretlands á undan Frakklandi, segir Christian Noyer, bankastjóri seðlabankans í Frakklandi. Hann segir að ákvörðun Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, um að standa fyrir utan samkomulag Evrópusambandsþjóða um aðgerðir til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, þýða að lánshæfi Bretlands ætti að lækka á undan Frakklandi.

Hæstiréttur segir að Magnús og Kevin þurfi að borga

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, og er því gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða. Þá voru Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Hundruð nýrra íbúða munu rísa

Um 300 nýjar íbúðir eru í byggingu á bestu stöðum í Reykjavík og á bilinu 3-500 gætu farið í byggingu á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Borgin samþykkti húsnæðisstefnu í haust og hefur verið að gera úttektir á því hvernig borgin getur tekið þátt í því að byggja upp fjölbreyttara húsnæðiskerfi, einkum með leiguíbúðum. Formaður borgarráðs, Dagur Eggertsson, segir mikilvægt að hafa gott úrval leiguíbúða því óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að ung fólk muni skuldsetja sig upp í rjáfur í framtíðinni vegna fasteignakaupa.

Allt að 30 félög vilja á markað

Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár.

Sjá næstu 50 fréttir