Viðskipti innlent

Vísar frétt Financial Times á bug

Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Kolbeinn Marteinsson, segir það ekki rétt sem fram kemur í Financial Times í dag, að ráðuneytið hafi sett sig í samband við kínverska fjárfestinn, Huang Nubo, um að fara með einhverjum hætti framhjá niðurstöðu innanríkisráðherra, sem neitaði að gefa fyrirtæki Nubos undanþágu um að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum.

„Við vísum þessu alfarið á bug,“ sagði aðstoðarmaðurinn í samtali við fréttastofu, en í greininni er haft eftir Nubo að starfsmenn ráðuneytisins hafi sett í samband við hann með fyrrgreind viðskipti í huga.

Ennfremur kemur fram í viðtalinu að önnur norðurlönd hafi sett sig í samband við hann í von um að hann myndi fjárfesta í þeim löndum. Þar eru sérstaklega nefnd Danmörk, Svíþjóð og Finnland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×