Viðskipti innlent

Spáir 5,7% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi 2012

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði um 5,7% að jafnaði. Verðbólgan muni síðan lækka jafnt og þétt eftir því sem líður á árið.

Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar. Þar kemur fram að í þessum mánuði gerir deildin ráð fyrir nær óbreyttri verðbólgu miðað við nóvember. Verðbólgan lækki úr 5,2% og niður í 5,1%. Sú spá er samhljóma spá greiningar Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×