Viðskipti innlent

Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007.

Ákvörðun Landsbankans er tekin á grundvelli dóms sem féll þann 24. nóvember síðastliðinn þegar Hæstiréttur sýknaði stofnfjáreigendur af kröfum um greiðslu lána sem veitt voru til kaupa á stofnfé í Byr sparisjóði og Sparisjóði Norðlendinga við stofnfjáraukningu þeirra.

Landsbankinn segir þó í fréttatilkynningu að í tilvikum þar sem stofnfjárbréfin hafi verið seld en andvirðinu ekki ráðstafað til greiðslu lánsins eins og samkomulag var um, muni bankinn ekki fella lánin niður.

Bankinn mun strax yfirfara öll stofnfjárlán sem þarna um ræðir og tilkynna hverjum og einum lántaka sérstaklega um niðurstöðuna. 

Þær greiðslur sem lántakar hafa innt af hendi til Landsbankans  og/eða Spkef vegna þeirra lána sem nú verða felld niður, verða endurgreiddar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×