Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur í 16. sæti

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur er í sextánda sæti yfir ódýrustu langtímabílastæði á flugvöllum í Evrópu. Þetta kemur fram á vefnum alltumflug.is. Vefurinn gerði könnun og verðsamanburð á stærstu flugvöllum í Evrópu ef bíll er geymdur í eina viku.

Að geyma bílinn í eina viku í Keflavík kostar 5.600 krónur en langdýrast er að geyma bílinn sinn á London-City flugvelli þar sem það kostar rúmar 47 þúsund krónur.

Af Norðurlöndunum er dýrast að leggja bíl sínum við Gardermoen-flugvöll í Osló en ódýrast við Vantaa-flugvöll í Helsinki.

Nánar á alltumflug.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×