Fleiri fréttir

Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið

Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum.

Verð á gulli hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka. Verðið fór í 1.600 dollara á únsuna í framvirkum viðskiptum í gærmorgun og hefur aldrei verið hærra.

Merkel útilokar ekki skuldaafskriftir

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir nú allt reynt til að koma í veg fyrir að fella þurfi niður eitthvað af skuldum gríska ríkisins. Hún útilokar þó ekki lengur að til þess þurfi að koma. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að standa stíf á því að Grikkir þurfi að greiða allar skuldirnar, en segir nú kannað hvort einhverjir lánardrottnar Grikkja bjóðist til að fella niður eitthvað af skuldum þeirra. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, segir að Merkel sé með einstrengingslegri afstöðu sinni að eyðileggja það Evrópusamstarf, sem hann barðist alla tíð fyrir.

Sex vilja byggja hótel við Hörpu

Í dag rann út frestur til að skila tilboði í byggingarreitinn vestan við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í miðborg Reykjavíkur. Um var að ræða opið söluferli af hálfu eiganda lóðarinnar, eignarhaldsfélagsins Situsar, sem kynnt var fyrir erlendum og innlendum fjárfestum. Tugir fyrirspurna komu frá áhugasömum fjárfestum en á endanum bárust sex formleg tilboð í byggingarréttinn á lóðinni, þrjú eru frá íslenskum aðilum og þrjú frá erlendum aðilum.

Leggur til að skuldaþakið verði afnumið

Matsfyrirtækið Moody´s leggur til að Bandaríkjamenn afnemi skuldaþak sitt. Slíkt myndi draga úr óvissunni hjá þeim sem fjárfesta í bandarískum skuldabréfum.

Harry Potter sló met og halaði inn 20 milljörðum

Síðasta myndin um galdrastrákinn Harry Potter sló öll met í miðasölu um helgina en talið er að hún hafi halað inn 168 milljónir bandaríkjadollara, eða tæplega 20 milljarðra íslenskra króna. Það er það lang mesta sem hefur komið í kassann á frumsýningarhelgi bíómyndar en fyrir helgina var Batmanmyndin Dark Knight í fyrsta sæti með 158 milljónir dollara.

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar áfram. Það stendur nú í 255 punktum samkvæmt viðskiptavefnum keldan.is. Í lok síðustu viku var álagið hinsvegar 240 punktar.

Heimsmarkaðsverð á gulli komi í 1.600 dollara

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að slá met. Verðið fór í 1.600 dollara á únsuna í framvirkum viðskiptum í morgun og hefur verðið aldrei verið hærra í sögunni.

Sala Iceland hefst í september

Söluferlið á Iceland matvörukeðjunni mun hefjast í september. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur verið fengið til að skrifa söluyfirlit sem verður tilbúið á næstu átta vikum, segja heimildarmenn í samtali við Sunday Express.

Skuldir Grikklands á mörkum þess að vera viðráðanlegar

Skuldir Grikklands eru viðráðanlegar en samt alveg á mörkum þess að vera það, segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Verið er að veita ríkissjóði um 110 milljarða evra björgunarpakka en fjárfestar eru samt hræddir um að ríkið lendi í greiðsluþroti.

Miðar á Harry Potter seldir fyrir milljarða

Nýja myndin um Harry Potter þénaði metfé fyrsta daginn sem hún var sýnd í amerískum kvikmyndahúsum. Dreifingafyrirtækið Warner Bros segir að kvikmyndin hafi halað inn 92 milljónum bandaríkjadala, tæpum 11 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 20 milljónum dölum, eða 2,3 milljörðum, meira en The Twilight Saga: New Moon halaði inn fyrir tveimur árum.

Strauss-Kahn slakar á undir dönskum fiðluleik

Fiðlutónleikar með danska fiðluleikaranum Nikolaj Znaider gáfu Dominque Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tækifæri til að slaka aðeins á í annars alvarlegri stöðu sinni.

Álagsprófið sýnir 13.000 milljarða gat

Álagspróf fjármálaeftirlits Evrópu á 90 banka innan ESB sýnir 80 milljarða evra eða rúmlega 13.000 milljarða kr. gat í bókhaldi þeirra. Ef réttar forsendur hefðu verið notaðar í prófinu hefðu 25 topp bankar í Evrópu fallið á því auk þeirra 8 sem náðu ekki prófinu.

Verðbólguhorfur mun lakari

Verðbólguhorfur fyrir árið eru nú mun lakari en útlit var fyrir í upphafi árs. Verðbólga verður þannig orðin 6 prósent í september, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir.

Átta bankar féllu á álagsprófi

Fjármálaeftirlit Evrópusambandsins segir að átta af 91 banka hafi fallið á álagsprófi, sem var gert til að komast að því hvernig þeim myndi reiða af í nýrri kreppu. Sextán bankar að auki rétt skriðu í gegnum prófið.

Veiðigjaldið hækkað, skilar 4,5 milljörðum

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að veiðigjald komandi fiskveiðiárs verði 9,46 krónur af hverju lönduðu þorskígildiskílói og er áætlað að það skili um 4500 milljónum króna í ríkissjóð. Það er umtalsverð hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári þar sem reiknað er með að veiðigjaldið skili um 2700 milljónum kr.

Telur heimild skorta fyrir sölu ríkisins á hlut sínum í Byr

Þingmaður í stjórnarandstöðu gagnrýnir að kaupverð hafi ekki verið gefið upp við sölu ríkisins á Byr og telur að fjármálaráðherra skorti heimild alþingis til að selja hlutinn. Hún er uggandi um framhaldið á sölu fjármálafyrirtækja.

Mikið kvartað undan skorti á verðmerkingum

Mikið er kvartað undan skorti á verðmerkingum á kjötvörum til Neytendasamtakanna og ljóst er að margir eiga erfitt með að sætta sig við skannana sem settir hafa verið upp eftir að bann við forverðmerkingum tók gildi.

Enn mikið líf á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 101. Þetta er tíu samningum meir en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 91 samningur á viku.

Setur upp fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar

Tölvuþjónustan SecurStore ehf. (Securstore) og Rackspace hafa undirritað samkomulag um uppsetningu á fyrsta kolefnisfría tölvuskýi veraldar. Samkomulagið felur í sér að Securstore setur upp hugbúnað frá Rackspace í gagnaveri sínu á Íslandi.

Ekki lausn að lækka álögur á bensíni og olíu

Hækkun olíuverðs er langtímavandamál sem ekki verður leyst með skammtímaaðgerðum. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu sem hefur það að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Tekjur ríkissjóðs sem eyrnamerktar eru samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins.

Spáir því að verðbólgan verði 4,9% í júlí

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) verði óbreytt í júlí frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 4,2% í 4,9% í júlímánuði. Hagstofan birtir VNV fyrir júlí kl.9 þann 25. júlí næstkomandi.

Metfjöldi árása sjóræningja í ár

Metfjöldi árása sjóræningja á skip varð á fyrri helmingi þessa árs. Alls voru skráðar 266 árásir sem er 36% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Aflinn jókst um 5,8% milli ára í júní

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 5,8% meiri en í júní 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,8% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.Aflinn nam alls 80.224 tonnum í júní 2011 samanborið við 85.181 tonn í júní 2010.

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum kr í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir kr. milli mánaða.

Miklar sveiflur á olíuverðinu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast töluvert fram og til baka í vikunni, Í nótt og morgun hefur niðursveifla verið í gangi.

Gengisvísitalan komin yfir 220 stig

Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra.

Skuldaskrímslið étur framtíð okkar

„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær.

Sjá næstu 50 fréttir