Viðskipti innlent

Verðbólguhorfur mun lakari

Verðbólguhorfur fyrir árið eru nú mun lakari en útlit var fyrir í upphafi árs. Verðbólga verður þannig orðin 6 prósent í september, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir.

Ekki er því útlit fyrir að verðbólga verði nærri 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans næstu mánuðina.

Hófleg verðbólga var eitt af skilyrðunum fyrir áframhaldandi gildi kjarasamninga eftir þarnæstu áramót. Greiningin telur ólíklegt að það skilyrði náist. - mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×