Viðskipti innlent

Sala Iceland hefst í september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Söluferlið á Iceland matvörukeðjunni mun hefjast í september. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur verið fengið til að skrifa söluyfirlit sem verður tilbúið á næstu átta vikum, segja heimildarmenn í samtali við Sunday Express.

Express fjallar jafnframt um það að matvöruverslanakeðjur á borð við Morrisons, Sainsbury's og Asda hafi áhuga á að eignast Iceland.

Þá sé Malcolm Walker einnig áhugasamur um kaupin. Að sögn Express á Walker ennþá 23% hlut í félaginu sem hann stofnaði sjálfur árið 1970.

Express segir að athygli samkeppnisyfirvalda verði vakin á viðskiptunum ef eitthvað af stóru matvöruverslununum muni kaupa Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×