Viðskipti innlent

Enn töluvert líf á fasteignamarkaðinum

Enn er töluvert líf á fasteignamarkaðinum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í  síðustu viku  var 95. Þetta er 10 samningum yfir meðaltalsfjöldanum á síðustu 12 vikum sem er 85 samningar á viku.

Af þessum 95 samningum  voru 69 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 2.554 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna. Veltan er nær sú sama og meðtalið síðustu 12 vikna en meðalupphæð á samning hefur lækkað um tæpar 3 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×