Viðskipti innlent

Capacent í Svíþjóð sameinast UnitedLog

Capacent í Svíþjóð hefur sameinast ráðgjafafyrirtækinu UnitedLog Consulting sem hefur verið leiðandi ráðgjafafyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði rekstrarráðgjafar og aðfangastjórnunar.

Í tilkynningu segir að við sameininguna rennur ráðgjafahluti UnitedLog Group inn í Capacent og verður UnitedLog jafnframt einn stærsti hluthafinn í Capacent í Svíþjóð.

UnitedLog hefur líkt og Capacent í Svíþjóð haft starfsemi í Svíþjóð og Finnlandi og mun hið sameinaða fyrirtæki telja 100 starfsmenn. Að auki hefur UnitedLog haft starfsmenn í Shanghaí í Kína.

Með sameiningunni er Capacent í Svíþjóð orðið stærsta ráðgjafafyrirtæki Norðurlanda á sviði Operational Excellence.

Engin eignartengsl eru á milli Capacent í Svíþjóð og Capacent á Íslandi en fyrirtækin eiga náið samstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×