Viðskipti erlent

Grísk skuldabréf veðhæf hjá ECB hvað sem tautar og raular

Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall.

Þetta kemur fram í Financial Times sem hefur staðhæfinguna eftir háttsettum starfsmanni ECB. Grísku skuldabréfin verða sumsé veðhæf hjá bankanum svo lengi sem eitt matsfyrirtæki finnst sem lýsir ekki yfir að Grikkland sé orðið gjaldþrota með því að gefa landinu lánshæfiseinkunnina D.

Í þessu sambandi er rétt að geta þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið í skyn að það muni ekki líta á endurskipulagningu á skuldum gríska ríkisins sem greiðslufall eins og Standard & Poor´s segist muni gera. Fitch hefur sagt að fyrirtækið muni setja lánshæfi Grikklands í „tímabundið greiðslufall“ en samt sem áður halda núverandi CCC einkunn á ríkisskuldabréfum landsins. Þar með opnast smuga fyrir ECB að halda áfram að taka við bréfunum sem veðum gegn lánum.

Fram kemur í frétt á Reuters um þetta mál að sem stendur noti ECB matsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poor´s, Fitch Ratings og DBRS til að meta lánshæfi viðskiptavina sinna. Hinsvegar metur DBRS ekki Grikkland.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.