Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast 5. júlí 2011 09:50 Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga. Svæðið sem hér um ræðir heitir Tavan Tolgoi og liggur í Gobi eyðimörkinni. Talið er að bara á vestur hluta þess sé hægt að vinna einn milljarð tonna af kolum. Um 68% þess magns er koks sem nýtt er í stálvinnslu en 32% henta sem eldsneyti í orkuverum. Nú þegar flytja Mongólar út um 25 milljónir tonna af kolum á ári, að mestu til Kína en einnig nokkuð til Rússlands. Mongólía er auðugt af málmgrýti og kolum og ætla stjórnvöld þarlendis að nýta þessi náttúruauðæfi til að gera landið að námurisa á alþjóðavettvangi. Í fyrstu hafði stjórn Mongólíu ákveðið að selja 49% af kolavinnslunni á Tavan Tolgoi til erlendra fjárfesta en hætt var við þau áform. Ákveðið var í staðinn að kolavinnslusvæðið verður í 100% eigu mongólsku þjóðarinnar en námuréttindin þar verða leigð út. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga. Svæðið sem hér um ræðir heitir Tavan Tolgoi og liggur í Gobi eyðimörkinni. Talið er að bara á vestur hluta þess sé hægt að vinna einn milljarð tonna af kolum. Um 68% þess magns er koks sem nýtt er í stálvinnslu en 32% henta sem eldsneyti í orkuverum. Nú þegar flytja Mongólar út um 25 milljónir tonna af kolum á ári, að mestu til Kína en einnig nokkuð til Rússlands. Mongólía er auðugt af málmgrýti og kolum og ætla stjórnvöld þarlendis að nýta þessi náttúruauðæfi til að gera landið að námurisa á alþjóðavettvangi. Í fyrstu hafði stjórn Mongólíu ákveðið að selja 49% af kolavinnslunni á Tavan Tolgoi til erlendra fjárfesta en hætt var við þau áform. Ákveðið var í staðinn að kolavinnslusvæðið verður í 100% eigu mongólsku þjóðarinnar en námuréttindin þar verða leigð út.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira