Efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Bakkavarar 14. desember 2010 10:22 Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Það er breska verkalýðssambandið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. Fjallað er um málið á vefsíðu Starfsgreinasambandsins. Þar segir að nú hafa þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir ráðist til atlögu gegn verkafólki við ávaxta- og grænmetisiðju Bakkavarar í Bourne í Lincolnshire í Englandi. Störf eru brytjuð niður, laun lækkuð og vinnuskilyrði skert. Þau voru þó fyrir ein þau lökustu í Bretlandi. Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Markmið mótmælanna er að senda skýr skilaboð til stjórnenda Bakkavarar að Unite muni aldrei láta það gerast að félagsmenn þess verði þvingaðir til þessa niðurskurðar baráttulaust. Unite heldur því fram að þeir Bakkabræður hafi hundsað allar tillögur um samráð við verkalýðshreyfinguna, hvað þá tekið tillit til sjónarmiða hennar um endurskipulagningu í Bourne. Bakkavör heldur því fram að fyrirtækið þurfi að spara fimm milljónir punda til að stöðva taprekstur en Unite telur að tapreksturinn, sé um taprekstur að ræða, stafi fyrst og fremst af óhæfum stjórnendum fyrirtækisins og stjórnunarstíl þeirra. Bakkabræður hafa ekki getað sýnt fram á að niðurskurðurinn sé nauðsynlegur vegna rekstrarins. Unite telur einnig að Bakkavör sé að keyra í gegn niðurskurðinn í Bourne fyrir áramót til þess að komast hjá nýrri löggjöf, the Agency Worker Regulations, um að fyrirtæki skuli meðhöndla alla starfsmenn jafnt og gengur í gildi á næsta ári. Unite mótmælir því að verkafólk í Bourne og fjölskyldur þess sé látið borga fyrir stjórnunarmistök Bakkabræðra. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Það er breska verkalýðssambandið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. Fjallað er um málið á vefsíðu Starfsgreinasambandsins. Þar segir að nú hafa þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir ráðist til atlögu gegn verkafólki við ávaxta- og grænmetisiðju Bakkavarar í Bourne í Lincolnshire í Englandi. Störf eru brytjuð niður, laun lækkuð og vinnuskilyrði skert. Þau voru þó fyrir ein þau lökustu í Bretlandi. Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Markmið mótmælanna er að senda skýr skilaboð til stjórnenda Bakkavarar að Unite muni aldrei láta það gerast að félagsmenn þess verði þvingaðir til þessa niðurskurðar baráttulaust. Unite heldur því fram að þeir Bakkabræður hafi hundsað allar tillögur um samráð við verkalýðshreyfinguna, hvað þá tekið tillit til sjónarmiða hennar um endurskipulagningu í Bourne. Bakkavör heldur því fram að fyrirtækið þurfi að spara fimm milljónir punda til að stöðva taprekstur en Unite telur að tapreksturinn, sé um taprekstur að ræða, stafi fyrst og fremst af óhæfum stjórnendum fyrirtækisins og stjórnunarstíl þeirra. Bakkabræður hafa ekki getað sýnt fram á að niðurskurðurinn sé nauðsynlegur vegna rekstrarins. Unite telur einnig að Bakkavör sé að keyra í gegn niðurskurðinn í Bourne fyrir áramót til þess að komast hjá nýrri löggjöf, the Agency Worker Regulations, um að fyrirtæki skuli meðhöndla alla starfsmenn jafnt og gengur í gildi á næsta ári. Unite mótmælir því að verkafólk í Bourne og fjölskyldur þess sé látið borga fyrir stjórnunarmistök Bakkabræðra.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira