Viðskipti innlent

Innlendar matvörur hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007

Í svarinu segir að innlendar vörur hafa hækkað um 29,5%. Innfluttar vörur fyrir utan áfengi og tóbak hafa hækkað um 55,6%.
Í svarinu segir að innlendar vörur hafa hækkað um 29,5%. Innfluttar vörur fyrir utan áfengi og tóbak hafa hækkað um 55,6%.

Innlendar matvörur, utan búvara og grænmetis, hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007 en innfluttar matvörur hafa hækkað um 62,8% á sama tíma. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur vísitala neysluverðs hækkað frá ársbyrjun 2007 til mars 2010 um 35,3%.

Þetta kemur fram í svar Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um þróun vísitölu neysluverðs. Einar vildi vita um hækkanir á ýmsum vörutegundum frá ársbyrjun 2007.

Í svarinu segir að innlendar vörur hafa hækkað um 29,5%. Innfluttar vörur fyrir utan áfengi og tóbak hafa hækkað um 55,6%.

Innlendar búvörur og grænmeti hafa hækkað um 22,2%. Þessi liður í mælingum Hagstofu Íslands nær ekki til hreinna innlendra búvara og grænmetis og er ekki aðgreindur í útreikningi eftir því hvort um innlenda eða innflutta vöru er að ræða.

Aðrar innlendar matvörur, þar sem fram kemur verðþróun helstu vöruflokka, hafa hækkað um 35,6%. Hagstofan birtir ekki nánari sundurliðun varðandi þennan lið. Innfluttar matvörur hafa hækkað um 62,8%.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×