Viðskipti innlent

Peningamarkaðslán voru eins og opnir víxlar

Fulltrúi áhættustýringar virkaði ekki sem eftirlitsaðili, sem átti að gera samkvæmt reglunum heldur sem einhvers konar áheyrnarfulltrúi."
Fulltrúi áhættustýringar virkaði ekki sem eftirlitsaðili, sem átti að gera samkvæmt reglunum heldur sem einhvers konar áheyrnarfulltrúi."
Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðanda Kaupþings, segir að peningamarkaðslán hafi verið eins og opnir víxlar, engar tryggingar og ekki neitt á bak við þau. Þetta kemur fram í skýrslu Lilju fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.

„Ég held að aðgangsmál hafi náttúrulega verið gífurlega mikilvæg og að kerfi bankans voru hreinlega alls ekki nógu góð og fólk virtist geta fengið endalausan aðgang að öllu. Ég held að það hafi verið mjög slæmt," segir Lilja í skýrslunni.

„Eins tel ég náttúrulega að tryggingamálin hafi verið í ólestri líka, utanumhald utan um tryggingar. ... Eins og hefur komið í ljós eftir á þá voru þeir hlutir ekki í nægilega föstu formi og menn fundu t.d. leið fram hjá lánanefnd og þessar lánareglur til þess að fara bara beint fram hjá því og veita svokölluð peningamarkaðslán sem voru eins og opnir víxlar, engar tryggingar og ekki neitt á bak við það.

En varðandi þau mál sem fóru í gegnum lánanefndir þá gerðum við athugsemdir um lánshæfismötin og eftirlitshlutverk áhættustýringar, það átti fulltrúi áhættustýringar að sitja alla lánanefndarfundi og hafa eftirlit með því að allt væri í góðu lagi.

Það hlutverk fúnkeraði ekki ... þannig að fulltrúi áhættustýringar fékk engin gögn fyrir fram, fékk þau bara á fundinum og það var alveg greinilegt á lestri fundargerða og í samtölum við þennan fulltrúa að þessi aðili virkaði ekki sem eftirlitsaðili, sem átti að gera samkvæmt reglunum heldur sem einhvers konar áheyrnarfulltrúi."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×